Innlent

Vöktu mikla athygli í Abu Dhabi

Félagarnir Ólafur og Þorsteinn ásamt Heimi og Kollu þáttastjórnendum þáttarins Í bítíð á Bylgjunni.
Félagarnir Ólafur og Þorsteinn ásamt Heimi og Kollu þáttastjórnendum þáttarins Í bítíð á Bylgjunni. mynd/bylgjan
Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem fram fór í Abu Dhabi í síðustu viku. Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins 0,05 kg/kg eða rétt um fjórðungur þess sem steypa af sama styrkleikaflokki hefur.

Íslenskt kísilryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er megin bindiefnið sem gerir það að verkum að steypan er mjög þétt og endingargóð. Til að mynda er styrkleiki þessarar steypu tvöfalt meiri en styrkleiki meðalsteypu í Norður Ameríku.

Ólafur H. Wallevik og Þorsteinn Sigfússon frá Nýsköpunarmiðstöðinni voru í spjalli í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Hægt er að hlusta á viðtalið við þá félaga með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×