Innlent

Rafmagnslaust um tíma á Vesturlandi

Rafmagn fór af Borgarfirði og Snæfellsnesi þegar spennir leysti út í aðveitustöð við Vatnshamra um klukkan sjö í morgun. Rafmagn komst fljótlega aftur allt svæðið. Tæpum klukkutíma síðar leysti Reykholtsdalslína út en fljótlega tókst að koma rafmagni að Deildartungu og rétt fyrir klukkan níu komst rafmagn aftur á allt svæðið. Eiga nú allir notendur á að vera komnir með rafmagn að því er fram kemur í tilkynningu frá RARIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×