Fleiri fréttir Ríkisstjórnin ekki sannfærandi frammi fyrir dómstólum Advice hópurinn, sem barðist fyrir því að Icesave-samningurinn yrði ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir að ríkisstjórnin sé í þröngri stöðu, sérstaklega hvað varðar að halda uppi vörnum í málinu yfir EFTA dómstólnum. 20.12.2011 18:03 Stefnan birt Íslendingum Utanríkisráðuneytinu var í dag birt stefna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í samningsbrotamáli um ábyrgð á lágmarkstryggingu á Icesave-reikningunum. 20.12.2011 17:50 Jólagjöfum stolið úr bíl Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í gær en jólagjöfum var stolið úr öðrum þeirra. Lögreglan vill vara eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. 20.12.2011 17:46 Eimskip vann jólalagasamkeppnina Eimskip vann jólalagasamkeppnina Geðveik jól, sem samtökin Geðhjálp stóðu fyrir. Úrslitin voru kynnt í dag. Í öðru sæti var Actavis og Landsbankinn í því þriðja. 20.12.2011 17:02 Handrukkari í þriggja ára fangelsi Gestur Hrafnkell Kristmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir stórfellda líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til fjárkúgunar. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda árásarinnar um 1,5 milljón í miskabætur. 20.12.2011 16:47 Nauðungarsalan stendur þrátt fyrir gengisdóm Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Breiðverks ehf. um að nauðungarsala á fasteign við Dimmuhvarf 7 í Kópavogi yrði tekin upp að nýju. Breiðverk krafðist endurupptöku nauðungarsölunnar á grundvelli þess að þegar lögum um vexti og verðtryggingu var breytt á síðasta ári hafi falist í breytingunni heimild til endurupptöku á málinu. 20.12.2011 13:58 Helmingur borðar hamborgarhrygg Um helmingur landsmanna, eða 52,9% telja líklegast að þeir muni borða hamborgarhrygg, á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þeim mun fjölga lítillega frá því í fyrra en þá sögðust 50,7% borða hamborgarhrygg. 20.12.2011 13:12 Trölla mistókst að stela jólunum Svo virðist sem Trölli hafi reynt að stela jólunum í nótt, að minnsta kosti á Háskólatorgi. Óprúttinn aðili læddist þar inn og skemmdi skreytingar innanhús. Þegar húsverðir komu til vinnu í morgun lá jólatré sundurtætt og brotið á gólfinu, jólaskreytingar við matsöluna Hámu höfðu verið brotnar og glerbrot lágu því víða. Þá hafði viðkomandi brotið blaðastand og þeytt blöðum út um öll gólf. Húsverðirnir létu þó Trölla ekki eyðileggja jólin á Háskólatorgi, þrifu upp ruslið og skreyttu torgið greinum grænum á nýjan leik. 20.12.2011 12:55 Utanríkisráðherra mun bera ábyrgð á Icesave málinu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulega umsjón með málarekstri Íslendinga í Icesave málinu þegar það verður rekið fyrir EFTA dómstólnum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Deilt hefur verið um málið að undanförnu meðal annars á Alþingi, en stjórnarandstæðingar, bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafa lagt á það áherslu að Árni Páll Árnason, sem hafði umsjón með málinu áður en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að kæra, yrði áfram með málið á sinni könnu. 20.12.2011 11:00 Syngur sína síðustu jólamessu Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, syngur sína síðustu jólamessu í embætti nú um þessi jól. Karl gerir þetta að umtalsefni í jólakveðju sem hann sendi starfsfólki kirkjunnar í morgun. "Við hjónin minnumst Guði þakklát liðinna jóla og genginna ára. Andlit svo ótal margra sem hlýrri birtu stafar af koma fyrir sálarsjónir. Það er óumræðilegt þakkarefni að hafa fengið að kynnast góðu fólki sem bætt hefur lífið og gert bjartara. Alla vináttu og góðvild fyrr og síðar þökkum við af alhug og biðjum Guð að launa það allt og blessa,“ segir Karl í kveðju sinni. Í kveðju sinni minnist hann einnig sinnar fyrstu jólamessu sem hann söng árið 1973. "Þá var dimmt yfir eyjunum og altaristaflan þakin sóti af völdum kertareyks kynslóðanna og öskufallsins. En ásjóna hinnar heilögu fjölskyldu ljómaði gegnum sortann,“ segir Karl í kveðjunni. Sem kunnugt er hófst Vestmannaeyjagosið í janúar 1973. 20.12.2011 10:00 Einn tekinn úr umferð á Akureyri Einn ökumaður var tekinn úr umferð af lögreglunni á Akureyri vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna í nótt. Að öðru leyti var nóttin fremur tíiðindalítil hjá lögreglu og slökkviliði um land allt. 20.12.2011 07:00 Meira mjólkað í ár en í fyrra Mjólkurframleiðsla á Íslandi fyrstu ellefu mánuði ársins er örlítið meiri en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 0,7 prósentum. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu landsambands kúabænda. 20.12.2011 07:00 Meirihluti utanríkismálanefndar vill Árna Pál Meirihluti utanríkismálanefndar beinir því til ríkisstjórnarinnar að fyrirsvar í dómsmálum og öðru því sem snýr að Icesave gagnvart ESA og EFTA-dómstólnum sé áfram í höndum efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í bókun meirihlutans, en hann mynda tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir frá Framsóknarflokki og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum. Fjórir fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu hinsvegar til að málið yrði hér eftir í forsvari utanríkisráðherra og Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingu tók undir þau sjónarmið. Hún er hinsvegar aðeins áheyrnarfulltrúi í nefndinni. 20.12.2011 06:00 Segja skattheimtuna arfavitlausa og ala á mismunun Sérstakur gistináttaskattur sem Alþingi hefur ákveðið að leggja á ferðaþjónustuna er illframkvæmanlegur og mun leiða til mikilla undanskota, segja Samtök ferðaþjónustunnar. En með því að undanskilja alla gistingu ferðafélaganna, svo sem Ferðafélags Íslands og Útivistar og alla gistingu stéttarfélaganna séu þingmenn að gera skattheimtuna enn vitlausari en ella. Með því muni sumir samkeppnisaðilar greiða skattinn en aðrir ekki. 20.12.2011 10:00 Tók 16 mánuði að úrskurða Úrskurðarnefnd um upplýsingamál var nærri eitt og hálft ár að komast að niðurstöðu vegna kæru Fréttablaðsins. Menntamálaráðuneytinu ber að afhenda gögn um deilu starfsmanna Iðnskólans í Hafnarfirði. 20.12.2011 10:00 Þorvarður ekki ákærður aftur Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út nýja ákæru á hendur Þorvarði Davíð Ólafssyni fyrir manndráp. Ástæðan er sú hversu þunga refsingu, fjórtán ára fangelsisdóm, hann hlaut fyrir tilraun til manndráps. 20.12.2011 09:30 Kalla eftir blóðgjöfum fyrir jól Blóðbankinn sendi frá sér ákall til blóðgjafa í gær þar sem mikil þörf er á blóði um þessar mundir. Mikilvægt er að byggja upp forða fyrir jól og áramót. 20.12.2011 08:15 Ákærðir fyrir hrottalega nauðgun Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega nauðgun. 20.12.2011 08:00 Vanþakklátasta starf í heimi Lárentsínus Kristjánsson var í hópi þeirra sem kallaðir voru til fundar í Fjármálaeftirlitinu (FME) snemma morguns þriðjudaginn 7. október 2008 til að taka sæti í skilanefnd fallins banka, Landsbankans. Undanfarin ár hefur hann gegnt starfi formanns nefndarinnar en hún verður lögð niður um áramótin. 20.12.2011 07:45 Geta ekki gengið lengra en nemur agavaldi biskupsins Biskup Íslands gerir athugasemdir við nýjar vinnureglur Selfosskirkju. Reglurnar eiga að sporna gegn kynferðisbrotum. „Menn hljóta að breyta þessum reglum,“ segir sóknarprestur Selfosskirkju. 20.12.2011 07:30 Stjórn OR haldið utan við stöðuna í sölu á Perlunni Aðili sem bauð 1.689 milljónir króna í Perluna fær frest út mars til að gera arðsemismat. Stjórn OR var ekki upplýst áður en málið var gert opinbert. Óheppilegt játar stjórnarformaðurinn. Engin leynd sé yfir málinu. 20.12.2011 07:15 Taldir hafa reynt að breiða yfir brotið með skjalafalsi Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. 20.12.2011 07:00 Falsaður þúsundkall í banka Lögreglunni á Selfossi barst nýverið tilkynning um falsaðan þúsund króna seðil sem fannst innan um aðra þúsund króna seðla í bankaútibúi á Selfossi. Ekki er vitað hvenær né með hvaða hætti seðillinn barst til bankans. Engin önnur tilvik hafa komið til lögreglu og virðist því sem um eitt einstakt tilvik sé að ræða. 20.12.2011 07:00 Kröfuhafar nálgast Hannes FI fjárfestingar, félag Hannesar Smárasonar, var úrskurðað gjaldþrota á föstudag. Skilanefnd Glitnis mun í kjölfarið stefna Hannesi vegna 400 milljóna króna sjálfsábyrgðar sem hann var í fyrir lánum til félagsins. 20.12.2011 06:45 Síld á fjörum segull á tugþúsundir fugla Dauð og deyjandi síld á fjörum í Breiðafirði dregur að sér þúsundir fugla. Fjörutíu hafernir sáust við Jónsnes. Rotnandi síld gefur frá sér grút og óþef í þíðunni. Veiði og síldarsýkingu kennt um. Hafró fer til rannsókna í janúar. 20.12.2011 06:30 NATO styrki breytt rafkerfi á varnarsvæði Íslenzk stjórnvöld hafa samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sótt um styrk til Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að skipta um rafkerfi í stjórnstöð loftvarnakerfisins á Keflavíkurflugvelli og í mannvirkjum á varnarsvæðinu á vellinum, sem notuð eru vegna loftrýmisgæzlu NATO. Í þessum mannvirkjum er notuð 110 volta spenna, sem er arfleifð frá tíma varnarstöðvar Bandaríkjanna, en staðallinn á Íslandi er 230 volt. 20.12.2011 05:00 Eldri karlmenn hrifnir af skötu Eldri karlmenn virðast hrifnastir af skötu ef marka má niðurstöður könnunar MMR um skötuát á Þorláksmessu. 20.12.2011 05:00 Fuglar taldir í sextugasta sinn Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 7. til 8. janúar næstkomandi. 20.12.2011 04:00 Icesave vistað hjá Össuri Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ásamt sérfræðingi í málefnum EFTA-dómstólsins mættu í gær á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að skýra hvaða ráðuneyti hafi forræði í samskiptum Íslands við ESA vegna Icesave-dómsmálsins. Sögðu þeir málið heyra undir utanríkisráðherra. 20.12.2011 03:00 Um heim allan lýsa jólaljósin á aðventu Kristnar þjóðir hafa hver sinn sið við undirbúning jólahátíðarinnar á jólaföstunni, sem við köllum í daglegu tali aðventu. Aðventan á það þó sameiginlegt alls staðar að lýsa upp hjörtu mannanna, færa okkur birtu og yl og gleðja hjörtu barnanna. 20.12.2011 03:00 Grunur um salmonellu í kjúklingi Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna að því er fram kemur í tilkynningu. 20.12.2011 03:00 Vilja að Árni Páll sjái um málefni Íslands fyrir EFTA-dómstólnum Meirihluti Utanríkismálanefndar lagði fram bókun í kvöld að fyrirsvar í dómsmálum og öðru því sem tengist Icesave gagnvart ESA og EFTA-dómstólnum skuli áfram vera í höndum Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskitpamálaráðherra. 19.12.2011 23:00 Ökumenn bakka á í jólastressinu Um tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Það eru töluvert margir árekstrar miðað við það sem gengur og gerist. 19.12.2011 21:00 Hanna Birna: Er Orkuveitan að taka sér meira vald en eðlilegt er? Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, spyr sig hvort að það sé nema von að kjörnir fulltrúar og íbúar í Reykjavík finnist Orkuveita Reykjavík taka sér oft meira vald en eðlilegt er. 19.12.2011 20:00 Perlan gæti orðið ferðaþjónustumiðstöð með hóteli og heilsulaugum Perlan verður að ferðaþjónustumiðstöð með heilsulaugum, hóteli, útsýnispalli og fleiru ef skipulagsyfirvöld Reykjavíkur fallast á hugmyndir hæstbjóðandi fjárfesta. Orkuveitan hefur skrifað upp á viljayfirlýsingu um söluna en tilboðið hljóðar upp á tæpan einn komma sjö milljarða króna. 19.12.2011 20:00 5 af 1800 ölvaðir í eftirliti lögreglu Átján hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglu. Fimm ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og einn var undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir allir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. 19.12.2011 17:45 Hvutti þefaði uppi kannabisræktanir í íbúðarhúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í Kópavogi fyrir helgina. Um var að ræða kannabisræktun í tveimur íbúðum í sama fjölbýlishúsinu. Í annarri þeirra var lagt hald á tæplega 30 kannabisplöntur og næstum 200 græðlinga. 19.12.2011 17:00 Gras í Garðabæ Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 20 kannabisplöntur, fjármuni og ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Tveir karlar á þrítugsaldri voru yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar og játuðu þeir aðild sína að málinu. 19.12.2011 17:00 Aratúnsfjölskyldan áfrýjar ekki málinu Aratúnsfjölskyldan ætlar ekki að áfrýja sýknudómi í meiðyrðamáli sem fjölskyldan höfðaði gegn Trausta Laufdal Aðalsteinssyni, sem bloggaði á vefsvæði DV. Trausti kallaði fjölskylduna meðal annars bilað lið og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum". 19.12.2011 16:00 Aratúnsfjölskyldan tapaði meiðyrðamáli í héraðsdómi Trausti Laufdal Aðalsteinsson bloggari var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu vegna ummæla sem hann viðhafði á bloggsíðu á DV. Það var fjölskylda í Aratúni sem stefndi Trausta en hann mun meðal annars hafa kallað fólkið "bilað lið“ og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum“. 19.12.2011 15:00 Helmingi meiri jólabjór seldur en í fyrra Segja má að jólabjórinn hafi rokið út úr Vínbúðunum fyrir þessi jólin. Um 48%, eða nærri helmingi meira, hefur selst af bjórnum í ár en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vínbúðanna. 19.12.2011 14:06 Grunur um salmonnellu smit Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna að því er fram kemur í tilkynningu. 19.12.2011 14:00 Vilja að Össur sjái um málareksturinn hjá EFTA-dómstólnum Fimm fulltrúar í utanríkismálanefnd vilja að hið formlega fyrirsvar málareksturs gagnvart EFTA-dómstólnum sé á hendi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Þetta var lagt fram á fundi nefndarinnar í kvöld. 19.12.2011 21:00 Úlfar keppir um Gourmand Uppskriftabók Úlfars Eysteinssonar, Úlfar eldar, var nýverið tilnefnd sem framlag Íslands á hinum virtu Gourmand verðlaunum í flokknum besta uppskriftabók matreiðslumeistara. 19.12.2011 13:00 Undirbúa snjóframleiðslu í Ártúnsbrekku Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins stefna að því að koma upp snjóbyssu við skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, er um tilraunaverkefni að ræða, en tilgangurinn er meðal annars að geta boðið upp á fleiri skíðadaga á vetri og sýna fram á kosti snjóframleiðslu. 19.12.2011 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkisstjórnin ekki sannfærandi frammi fyrir dómstólum Advice hópurinn, sem barðist fyrir því að Icesave-samningurinn yrði ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir að ríkisstjórnin sé í þröngri stöðu, sérstaklega hvað varðar að halda uppi vörnum í málinu yfir EFTA dómstólnum. 20.12.2011 18:03
Stefnan birt Íslendingum Utanríkisráðuneytinu var í dag birt stefna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í samningsbrotamáli um ábyrgð á lágmarkstryggingu á Icesave-reikningunum. 20.12.2011 17:50
Jólagjöfum stolið úr bíl Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í gær en jólagjöfum var stolið úr öðrum þeirra. Lögreglan vill vara eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. 20.12.2011 17:46
Eimskip vann jólalagasamkeppnina Eimskip vann jólalagasamkeppnina Geðveik jól, sem samtökin Geðhjálp stóðu fyrir. Úrslitin voru kynnt í dag. Í öðru sæti var Actavis og Landsbankinn í því þriðja. 20.12.2011 17:02
Handrukkari í þriggja ára fangelsi Gestur Hrafnkell Kristmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir stórfellda líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til fjárkúgunar. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda árásarinnar um 1,5 milljón í miskabætur. 20.12.2011 16:47
Nauðungarsalan stendur þrátt fyrir gengisdóm Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Breiðverks ehf. um að nauðungarsala á fasteign við Dimmuhvarf 7 í Kópavogi yrði tekin upp að nýju. Breiðverk krafðist endurupptöku nauðungarsölunnar á grundvelli þess að þegar lögum um vexti og verðtryggingu var breytt á síðasta ári hafi falist í breytingunni heimild til endurupptöku á málinu. 20.12.2011 13:58
Helmingur borðar hamborgarhrygg Um helmingur landsmanna, eða 52,9% telja líklegast að þeir muni borða hamborgarhrygg, á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þeim mun fjölga lítillega frá því í fyrra en þá sögðust 50,7% borða hamborgarhrygg. 20.12.2011 13:12
Trölla mistókst að stela jólunum Svo virðist sem Trölli hafi reynt að stela jólunum í nótt, að minnsta kosti á Háskólatorgi. Óprúttinn aðili læddist þar inn og skemmdi skreytingar innanhús. Þegar húsverðir komu til vinnu í morgun lá jólatré sundurtætt og brotið á gólfinu, jólaskreytingar við matsöluna Hámu höfðu verið brotnar og glerbrot lágu því víða. Þá hafði viðkomandi brotið blaðastand og þeytt blöðum út um öll gólf. Húsverðirnir létu þó Trölla ekki eyðileggja jólin á Háskólatorgi, þrifu upp ruslið og skreyttu torgið greinum grænum á nýjan leik. 20.12.2011 12:55
Utanríkisráðherra mun bera ábyrgð á Icesave málinu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulega umsjón með málarekstri Íslendinga í Icesave málinu þegar það verður rekið fyrir EFTA dómstólnum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Deilt hefur verið um málið að undanförnu meðal annars á Alþingi, en stjórnarandstæðingar, bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafa lagt á það áherslu að Árni Páll Árnason, sem hafði umsjón með málinu áður en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að kæra, yrði áfram með málið á sinni könnu. 20.12.2011 11:00
Syngur sína síðustu jólamessu Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, syngur sína síðustu jólamessu í embætti nú um þessi jól. Karl gerir þetta að umtalsefni í jólakveðju sem hann sendi starfsfólki kirkjunnar í morgun. "Við hjónin minnumst Guði þakklát liðinna jóla og genginna ára. Andlit svo ótal margra sem hlýrri birtu stafar af koma fyrir sálarsjónir. Það er óumræðilegt þakkarefni að hafa fengið að kynnast góðu fólki sem bætt hefur lífið og gert bjartara. Alla vináttu og góðvild fyrr og síðar þökkum við af alhug og biðjum Guð að launa það allt og blessa,“ segir Karl í kveðju sinni. Í kveðju sinni minnist hann einnig sinnar fyrstu jólamessu sem hann söng árið 1973. "Þá var dimmt yfir eyjunum og altaristaflan þakin sóti af völdum kertareyks kynslóðanna og öskufallsins. En ásjóna hinnar heilögu fjölskyldu ljómaði gegnum sortann,“ segir Karl í kveðjunni. Sem kunnugt er hófst Vestmannaeyjagosið í janúar 1973. 20.12.2011 10:00
Einn tekinn úr umferð á Akureyri Einn ökumaður var tekinn úr umferð af lögreglunni á Akureyri vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna í nótt. Að öðru leyti var nóttin fremur tíiðindalítil hjá lögreglu og slökkviliði um land allt. 20.12.2011 07:00
Meira mjólkað í ár en í fyrra Mjólkurframleiðsla á Íslandi fyrstu ellefu mánuði ársins er örlítið meiri en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 0,7 prósentum. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu landsambands kúabænda. 20.12.2011 07:00
Meirihluti utanríkismálanefndar vill Árna Pál Meirihluti utanríkismálanefndar beinir því til ríkisstjórnarinnar að fyrirsvar í dómsmálum og öðru því sem snýr að Icesave gagnvart ESA og EFTA-dómstólnum sé áfram í höndum efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í bókun meirihlutans, en hann mynda tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir frá Framsóknarflokki og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum. Fjórir fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu hinsvegar til að málið yrði hér eftir í forsvari utanríkisráðherra og Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingu tók undir þau sjónarmið. Hún er hinsvegar aðeins áheyrnarfulltrúi í nefndinni. 20.12.2011 06:00
Segja skattheimtuna arfavitlausa og ala á mismunun Sérstakur gistináttaskattur sem Alþingi hefur ákveðið að leggja á ferðaþjónustuna er illframkvæmanlegur og mun leiða til mikilla undanskota, segja Samtök ferðaþjónustunnar. En með því að undanskilja alla gistingu ferðafélaganna, svo sem Ferðafélags Íslands og Útivistar og alla gistingu stéttarfélaganna séu þingmenn að gera skattheimtuna enn vitlausari en ella. Með því muni sumir samkeppnisaðilar greiða skattinn en aðrir ekki. 20.12.2011 10:00
Tók 16 mánuði að úrskurða Úrskurðarnefnd um upplýsingamál var nærri eitt og hálft ár að komast að niðurstöðu vegna kæru Fréttablaðsins. Menntamálaráðuneytinu ber að afhenda gögn um deilu starfsmanna Iðnskólans í Hafnarfirði. 20.12.2011 10:00
Þorvarður ekki ákærður aftur Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út nýja ákæru á hendur Þorvarði Davíð Ólafssyni fyrir manndráp. Ástæðan er sú hversu þunga refsingu, fjórtán ára fangelsisdóm, hann hlaut fyrir tilraun til manndráps. 20.12.2011 09:30
Kalla eftir blóðgjöfum fyrir jól Blóðbankinn sendi frá sér ákall til blóðgjafa í gær þar sem mikil þörf er á blóði um þessar mundir. Mikilvægt er að byggja upp forða fyrir jól og áramót. 20.12.2011 08:15
Ákærðir fyrir hrottalega nauðgun Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottalega nauðgun. 20.12.2011 08:00
Vanþakklátasta starf í heimi Lárentsínus Kristjánsson var í hópi þeirra sem kallaðir voru til fundar í Fjármálaeftirlitinu (FME) snemma morguns þriðjudaginn 7. október 2008 til að taka sæti í skilanefnd fallins banka, Landsbankans. Undanfarin ár hefur hann gegnt starfi formanns nefndarinnar en hún verður lögð niður um áramótin. 20.12.2011 07:45
Geta ekki gengið lengra en nemur agavaldi biskupsins Biskup Íslands gerir athugasemdir við nýjar vinnureglur Selfosskirkju. Reglurnar eiga að sporna gegn kynferðisbrotum. „Menn hljóta að breyta þessum reglum,“ segir sóknarprestur Selfosskirkju. 20.12.2011 07:30
Stjórn OR haldið utan við stöðuna í sölu á Perlunni Aðili sem bauð 1.689 milljónir króna í Perluna fær frest út mars til að gera arðsemismat. Stjórn OR var ekki upplýst áður en málið var gert opinbert. Óheppilegt játar stjórnarformaðurinn. Engin leynd sé yfir málinu. 20.12.2011 07:15
Taldir hafa reynt að breiða yfir brotið með skjalafalsi Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. 20.12.2011 07:00
Falsaður þúsundkall í banka Lögreglunni á Selfossi barst nýverið tilkynning um falsaðan þúsund króna seðil sem fannst innan um aðra þúsund króna seðla í bankaútibúi á Selfossi. Ekki er vitað hvenær né með hvaða hætti seðillinn barst til bankans. Engin önnur tilvik hafa komið til lögreglu og virðist því sem um eitt einstakt tilvik sé að ræða. 20.12.2011 07:00
Kröfuhafar nálgast Hannes FI fjárfestingar, félag Hannesar Smárasonar, var úrskurðað gjaldþrota á föstudag. Skilanefnd Glitnis mun í kjölfarið stefna Hannesi vegna 400 milljóna króna sjálfsábyrgðar sem hann var í fyrir lánum til félagsins. 20.12.2011 06:45
Síld á fjörum segull á tugþúsundir fugla Dauð og deyjandi síld á fjörum í Breiðafirði dregur að sér þúsundir fugla. Fjörutíu hafernir sáust við Jónsnes. Rotnandi síld gefur frá sér grút og óþef í þíðunni. Veiði og síldarsýkingu kennt um. Hafró fer til rannsókna í janúar. 20.12.2011 06:30
NATO styrki breytt rafkerfi á varnarsvæði Íslenzk stjórnvöld hafa samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sótt um styrk til Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að skipta um rafkerfi í stjórnstöð loftvarnakerfisins á Keflavíkurflugvelli og í mannvirkjum á varnarsvæðinu á vellinum, sem notuð eru vegna loftrýmisgæzlu NATO. Í þessum mannvirkjum er notuð 110 volta spenna, sem er arfleifð frá tíma varnarstöðvar Bandaríkjanna, en staðallinn á Íslandi er 230 volt. 20.12.2011 05:00
Eldri karlmenn hrifnir af skötu Eldri karlmenn virðast hrifnastir af skötu ef marka má niðurstöður könnunar MMR um skötuát á Þorláksmessu. 20.12.2011 05:00
Fuglar taldir í sextugasta sinn Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 7. til 8. janúar næstkomandi. 20.12.2011 04:00
Icesave vistað hjá Össuri Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ásamt sérfræðingi í málefnum EFTA-dómstólsins mættu í gær á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að skýra hvaða ráðuneyti hafi forræði í samskiptum Íslands við ESA vegna Icesave-dómsmálsins. Sögðu þeir málið heyra undir utanríkisráðherra. 20.12.2011 03:00
Um heim allan lýsa jólaljósin á aðventu Kristnar þjóðir hafa hver sinn sið við undirbúning jólahátíðarinnar á jólaföstunni, sem við köllum í daglegu tali aðventu. Aðventan á það þó sameiginlegt alls staðar að lýsa upp hjörtu mannanna, færa okkur birtu og yl og gleðja hjörtu barnanna. 20.12.2011 03:00
Grunur um salmonellu í kjúklingi Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna að því er fram kemur í tilkynningu. 20.12.2011 03:00
Vilja að Árni Páll sjái um málefni Íslands fyrir EFTA-dómstólnum Meirihluti Utanríkismálanefndar lagði fram bókun í kvöld að fyrirsvar í dómsmálum og öðru því sem tengist Icesave gagnvart ESA og EFTA-dómstólnum skuli áfram vera í höndum Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskitpamálaráðherra. 19.12.2011 23:00
Ökumenn bakka á í jólastressinu Um tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Það eru töluvert margir árekstrar miðað við það sem gengur og gerist. 19.12.2011 21:00
Hanna Birna: Er Orkuveitan að taka sér meira vald en eðlilegt er? Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, spyr sig hvort að það sé nema von að kjörnir fulltrúar og íbúar í Reykjavík finnist Orkuveita Reykjavík taka sér oft meira vald en eðlilegt er. 19.12.2011 20:00
Perlan gæti orðið ferðaþjónustumiðstöð með hóteli og heilsulaugum Perlan verður að ferðaþjónustumiðstöð með heilsulaugum, hóteli, útsýnispalli og fleiru ef skipulagsyfirvöld Reykjavíkur fallast á hugmyndir hæstbjóðandi fjárfesta. Orkuveitan hefur skrifað upp á viljayfirlýsingu um söluna en tilboðið hljóðar upp á tæpan einn komma sjö milljarða króna. 19.12.2011 20:00
5 af 1800 ölvaðir í eftirliti lögreglu Átján hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglu. Fimm ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og einn var undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir allir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. 19.12.2011 17:45
Hvutti þefaði uppi kannabisræktanir í íbúðarhúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í Kópavogi fyrir helgina. Um var að ræða kannabisræktun í tveimur íbúðum í sama fjölbýlishúsinu. Í annarri þeirra var lagt hald á tæplega 30 kannabisplöntur og næstum 200 græðlinga. 19.12.2011 17:00
Gras í Garðabæ Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 20 kannabisplöntur, fjármuni og ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Tveir karlar á þrítugsaldri voru yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar og játuðu þeir aðild sína að málinu. 19.12.2011 17:00
Aratúnsfjölskyldan áfrýjar ekki málinu Aratúnsfjölskyldan ætlar ekki að áfrýja sýknudómi í meiðyrðamáli sem fjölskyldan höfðaði gegn Trausta Laufdal Aðalsteinssyni, sem bloggaði á vefsvæði DV. Trausti kallaði fjölskylduna meðal annars bilað lið og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum". 19.12.2011 16:00
Aratúnsfjölskyldan tapaði meiðyrðamáli í héraðsdómi Trausti Laufdal Aðalsteinsson bloggari var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu vegna ummæla sem hann viðhafði á bloggsíðu á DV. Það var fjölskylda í Aratúni sem stefndi Trausta en hann mun meðal annars hafa kallað fólkið "bilað lið“ og "mansonfjölskyldu sem ætti að vista í vel afgirtu búri í húsdýragarðinum“. 19.12.2011 15:00
Helmingi meiri jólabjór seldur en í fyrra Segja má að jólabjórinn hafi rokið út úr Vínbúðunum fyrir þessi jólin. Um 48%, eða nærri helmingi meira, hefur selst af bjórnum í ár en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vínbúðanna. 19.12.2011 14:06
Grunur um salmonnellu smit Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna að því er fram kemur í tilkynningu. 19.12.2011 14:00
Vilja að Össur sjái um málareksturinn hjá EFTA-dómstólnum Fimm fulltrúar í utanríkismálanefnd vilja að hið formlega fyrirsvar málareksturs gagnvart EFTA-dómstólnum sé á hendi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Þetta var lagt fram á fundi nefndarinnar í kvöld. 19.12.2011 21:00
Úlfar keppir um Gourmand Uppskriftabók Úlfars Eysteinssonar, Úlfar eldar, var nýverið tilnefnd sem framlag Íslands á hinum virtu Gourmand verðlaunum í flokknum besta uppskriftabók matreiðslumeistara. 19.12.2011 13:00
Undirbúa snjóframleiðslu í Ártúnsbrekku Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins stefna að því að koma upp snjóbyssu við skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna, er um tilraunaverkefni að ræða, en tilgangurinn er meðal annars að geta boðið upp á fleiri skíðadaga á vetri og sýna fram á kosti snjóframleiðslu. 19.12.2011 11:30