Innlent

Helmingi meiri jólabjór seldur en í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Segja má að jólabjórinn hafi rokið út úr Vínbúðunum fyrir þessi jólin. Um 48%, eða nærri helmingi meira, hefur selst af bjórnum í ár en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vínbúðanna.

„Það er búið að selja tæplega 48% meira magn en í fyrra. En framboðið er líka meira. Það getur vel verið að það hefði verið selt meira í fyrra ef framboðið hefði verið meira," segir Sigrún Ósk. Enginn jólabjórstegund er uppseld í Vínbúðunum en margar tegundir langt komnar. Sigrún Ósk segir, í samtali við Vísi, að jólabjórinn frá Tuborg og Víking hafi verið langvinsælastir.

Sigrún segir að þótt jólabjórinn sé vinsæll séu ekki merkjanlegar vísbendingar um að eitthvað minna hafi selst af öðrum tegundum bjórs. „Mér er það til efs að það sé merkjanlegt i tölum. En ég get ekki alveg fullyrt um það," segir hún. Sigrún Ósk segir að framboðið á jólabjór og eftirspurn hafi haldist í hendur, en ekki sé hægt að fullyrða neitt um það hvort komi á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×