Innlent

Nauðungarsalan stendur þrátt fyrir gengisdóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag kröfu Breiðverks ehf. um að nauðungarsala á fasteign við Dimmuhvarf 7 í Kópavogi yrði tekin upp að nýju. Breiðverk krafðist endurupptöku nauðungarsölunnar á grundvelli þess að þegar lögum um vexti og verðtryggingu var breytt á síðasta ári hafi falist í breytingunni heimild til endurupptöku á málinu.

Héraðsdómur hafnar þessum kröfum Breiðverks og segir að með lagabreytingunni hafi ekki verið fært inn í neyðarsölulög heimild til endurupptöku. Hafi slíkt heimild verið færð inn, þá hefði þurft að taka fram eftir hvaða reglum endurupptakan ætti að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×