Innlent

Helmingur borðar hamborgarhrygg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um helmingur landsmanna, eða 52,9%, telja líklegast að þeir muni borða hamborgarhrygg, á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þeim mun fjölga lítillega frá því í fyrra en þá sögðust 50,7% borða hamborgarhrygg.

Aðrir réttir komast ekki í hálfkvisti við hamborgarhrygginn, en 8,2% sögðust borða lambakjöt (annað en hangikjöt), 8,3% sögðust borða kalkún, 9,8% rjúpur, 6,7% svínakjöt og 14,2% annað.

865 svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 6-9 desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×