Innlent

Þorvarður ekki ákærður aftur

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út nýja ákæru á hendur Þorvarði Davíð Ólafssyni fyrir manndráp. Ástæðan er sú hversu þunga refsingu, fjórtán ára fangelsisdóm, hann hlaut fyrir tilraun til manndráps.

Þorvarður réðst á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember í fyrra og veitti honum lífshættulega áverka. Hann var síðan ákærður og dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Ólafur náði sér hins vegar aldrei af áverkunum og lést í byrjun mánaðarins. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×