Geta ekki gengið lengra en nemur agavaldi biskupsins 20. desember 2011 07:30 Selfosskirkja Biskup Íslands gerir athugasemdir við nýjar vinnureglur Selfosskirkju. Reglurnar eiga að sporna gegn kynferðisbrotum. „Menn hljóta að breyta þessum reglum,“ segir sóknarprestur Selfosskirkju. Sóknarpresti og sóknarnefnd Selfosskirkju ber ekki saman um hvernig bregðast skuli við athugasemdum Karls Sigurbjörnssonar biskups við hluta nýrra starfsreglna Selfosskirkju. Reglurnar voru samþykktar í lok nóvember og er ætlað að sporna gegn kynferðisbrotum. Frá því var fyrst greint í Dagskránni á Selfossi að biskup hefði eftir samþykkt nýju reglnanna sent bréf til presta Selfosskirkju, formanns sóknarnefndar, vígslubiskups í Skálholti og prófastsins í Suðurkjördæmi. Bréfið er tölvupóstur þar sem hann svarar formanni sóknarnefndar á Selfossi og fagnar frumkvæði Selfosskirkju í að bregðast við kynferðisbrotamálum. Um leið gerir biskup athugasemd við þann hluta reglnanna sem kveður á um að fólk sem orðið hafi uppvíst að kynferðisbrotum skuli ekki ráðið til starfa hjá Selfosskirkju. Reglurnar ná bæði til þeirra sem brotið hafa landslög og þeirra sem brotlegir hafa orðið við starfs- og siðareglur kirkjunnar er varða kynferðisbrot. Þjóðkirkjan sjálf gengur ekki lengra en svo en að krefja menn um hreint sakavottorð. „Áhorfsmál er hvort sóknarnefnd hafi stöðu til að heimila eða synja ákveðnum prestum afnot af kirkju,“ segir biskup í bréfi sínu og áréttar að ekki geti verið hlutverk sóknarprests, annarra presta eða sóknarnefndar „að ganga eftir því hvort sá prestur sem aðstandendur treysta fyrir athöfninni sé með hreinan skjöld“. Bendir hann á að biskup hafi yfirumsjón með kirkjuaga. „Sóknarnefnd, sóknarprestur eða aðrir prestar geta ekki gengið lengra en biskup í þessum efnum.“ Sóknarnefnd Selfosskirkju fjallaði um bréf biskups á fundi sínum síðastliðið fimmtudagskvöld. Heimildir blaðsins herma að nefndin skilji athugasemd biskups ekki þannig að hann telji afdráttarlaust að nýju vinnureglurnar séu á skjön við reglur þjóðkirkjunnar. „Biskup Íslands sendi formanni sóknarnefndar í tölvupósti nokkrar línur þar sem hann lýsir ánægju með að sóknarnefnd og prestar marki sér stefnu í kynferðisbrotamálum. Sóknarnefnd þakkar biskupi góð orð og ábendingar,“ segir í bókun nefndarinnar. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, áréttar að nýju reglurnar hafi verið settar án hans aðkomu, þótt aðrir prestar sóknarinnar hafi átt þar hlut að máli. Hann hafi hins vegar bent formanni sóknarnefndar á að vissara væri að bera þær undir biskup. „Agavald í kirkjunni er í höndum biskups og ekki neinna annarra,“ segir Kristinn og telur einsýnt að breyta þurfi reglunum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Biskup Íslands gerir athugasemdir við nýjar vinnureglur Selfosskirkju. Reglurnar eiga að sporna gegn kynferðisbrotum. „Menn hljóta að breyta þessum reglum,“ segir sóknarprestur Selfosskirkju. Sóknarpresti og sóknarnefnd Selfosskirkju ber ekki saman um hvernig bregðast skuli við athugasemdum Karls Sigurbjörnssonar biskups við hluta nýrra starfsreglna Selfosskirkju. Reglurnar voru samþykktar í lok nóvember og er ætlað að sporna gegn kynferðisbrotum. Frá því var fyrst greint í Dagskránni á Selfossi að biskup hefði eftir samþykkt nýju reglnanna sent bréf til presta Selfosskirkju, formanns sóknarnefndar, vígslubiskups í Skálholti og prófastsins í Suðurkjördæmi. Bréfið er tölvupóstur þar sem hann svarar formanni sóknarnefndar á Selfossi og fagnar frumkvæði Selfosskirkju í að bregðast við kynferðisbrotamálum. Um leið gerir biskup athugasemd við þann hluta reglnanna sem kveður á um að fólk sem orðið hafi uppvíst að kynferðisbrotum skuli ekki ráðið til starfa hjá Selfosskirkju. Reglurnar ná bæði til þeirra sem brotið hafa landslög og þeirra sem brotlegir hafa orðið við starfs- og siðareglur kirkjunnar er varða kynferðisbrot. Þjóðkirkjan sjálf gengur ekki lengra en svo en að krefja menn um hreint sakavottorð. „Áhorfsmál er hvort sóknarnefnd hafi stöðu til að heimila eða synja ákveðnum prestum afnot af kirkju,“ segir biskup í bréfi sínu og áréttar að ekki geti verið hlutverk sóknarprests, annarra presta eða sóknarnefndar „að ganga eftir því hvort sá prestur sem aðstandendur treysta fyrir athöfninni sé með hreinan skjöld“. Bendir hann á að biskup hafi yfirumsjón með kirkjuaga. „Sóknarnefnd, sóknarprestur eða aðrir prestar geta ekki gengið lengra en biskup í þessum efnum.“ Sóknarnefnd Selfosskirkju fjallaði um bréf biskups á fundi sínum síðastliðið fimmtudagskvöld. Heimildir blaðsins herma að nefndin skilji athugasemd biskups ekki þannig að hann telji afdráttarlaust að nýju vinnureglurnar séu á skjön við reglur þjóðkirkjunnar. „Biskup Íslands sendi formanni sóknarnefndar í tölvupósti nokkrar línur þar sem hann lýsir ánægju með að sóknarnefnd og prestar marki sér stefnu í kynferðisbrotamálum. Sóknarnefnd þakkar biskupi góð orð og ábendingar,“ segir í bókun nefndarinnar. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur á Selfossi, áréttar að nýju reglurnar hafi verið settar án hans aðkomu, þótt aðrir prestar sóknarinnar hafi átt þar hlut að máli. Hann hafi hins vegar bent formanni sóknarnefndar á að vissara væri að bera þær undir biskup. „Agavald í kirkjunni er í höndum biskups og ekki neinna annarra,“ segir Kristinn og telur einsýnt að breyta þurfi reglunum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira