Innlent

Vilja að Össur sjái um málareksturinn hjá EFTA-dómstólnum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Fimm fulltrúar í utanríkismálanefnd vilja að hið formlega fyrirsvar málareksturs gagnvart EFTA-dómstólnum sé á hendi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Þetta var lagt fram á fundi nefndarinnar í kvöld.

Þar segir einnig að það sé rétt og í samræmi við stjórnskipunina að Össur sjái um svarið. „Mikilvægt er að samráð milli þeirra ráðuneyta sem málið varðar verði náið og sömuleiðis samráð við utanríkismálanefnd. Jafnframt verði lögð áhersla á að utanríkisráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra komi fyrir nefndina til að fjalla um málsmeðferð og málsvörn Íslands," segir í bókuninni.

Þeir fulltrúar sem lögðu fram bókunina eru:

Árni Þór Sigurðsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson

Mörður Árnason

Helgi Hjörvar

Birgitta Jónsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×