Innlent

Eldri karlmenn hrifnir af skötu

Nærri því annar hver karlmaður ætlar að borða skötu á Þorláksmessu.
Fréttablaðið/GVA
Nærri því annar hver karlmaður ætlar að borða skötu á Þorláksmessu. Fréttablaðið/GVA
Eldri karlmenn virðast hrifnastir af skötu ef marka má niðurstöður könnunar MMR um skötuát á Þorláksmessu.

Alls sögðust 41,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að borða skötu á Þorláksmessu en 58,2 prósent sögðust ekki ætla að leggja skötuna sér til munns.

Mun fleiri karlar en konur ætla að borða skötu. Tæplega 47 prósent karla sögðust ætla að borða skötu en 37 prósent kvenna.

Þá sögðust þeir sem eldri eru frekar ætla að borða skötu en þeir yngri. Alls ætluðu tæp 56 prósent fólks yfir 50 ára aldri að leggja sér hana til munns á Þorláksmessu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×