Innlent

Trölla mistókst að stela jólunum

Háskólatorg.
Háskólatorg.
Svo virðist sem Trölli hafi reynt að stela jólunum í nótt, að minnsta kosti á Háskólatorgi. Óprúttinn aðili læddist þar inn og skemmdi skreytingar innanhús. Þegar húsverðir komu til vinnu í morgun lá jólatré sundurtætt og brotið á gólfinu, jólaskreytingar við matsöluna Hámu höfðu verið brotnar og glerbrot lágu því víða. Þá hafði viðkomandi brotið blaðastand og þeytt blöðum út um öll gólf. Húsverðirnir létu þó Trölla ekki eyðileggja jólin á Háskólatorgi, þrifu upp ruslið og skreyttu torgið greinum grænum á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×