Fleiri fréttir

Svartamarkaðsviðskipti með lúðu

Fisksali sér fram á svartamarkaðsviðskipti með lúðu eftir áramót. Þá tekur gildi reglugerð sjávarútvegsráðherra um almennt bann við lúðuveiðum. Friðun lúðunnar er tilkomin vegna tillögu Hafrannsóknastofnunar.

Ekkert heitt vant í Innri Njarðvík og Vogum

Bilun kom upp síðdegis í dag í heitavatnsstofnlögn og því er lokað fyrir heita vatnið í Innri Njarðvík og Vogum. Gert er ráð fyrir að viðgerð ljúki síðar í kvöld. Reynt verður að setja fréttir um framvindu verksins inn á heimasíðu fyrirtækisins, hsveitur.is, fram eftir kvöldi.

Ekkert samkomulag gert um að fella niður neysluhlésgreiðslur

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara vísar því alfarið á bug að niðurfelling svokallaðra neysluhlésgreiðslna hjá leikskólakennurum hafi verið hluti samkomulags sem gert var í síðustu kjarasamningum. Leikskólakennarar hafa mótmælt niðurfellingunni en borgaryfirvöld hafa ávallt svarað því til að skýrt hafi komið fram í síðustu kjaraviðræðum að greiðslurnar myndu falla niður. Þetta segir Haraldur alrangt, ekkert ekkert samkomulag var gert, hvorki við kjarasamningsborðið né í reykfylltum bakherbergjum, eins og hann orðar það.

Skógræktarfélagið og skátarnir keyptu Úlfljótsvatn

Skógræktarfélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur keyptu í dag jörðina að Úlfljótsvatni austast í Grafningi. Skrifað var undir kaupsamninginn í dag, en jörðin var í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Jörðina keypti Reykjavíkurbær árið 1929 á 98 þúsund krónur vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Soginu en jörðin fluttist yfir til Orkuveitunnar við stofnun hennar enda einnig jarðhiti þar.

Fálki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn eftir árekstur við flutningabíl

Myndarlegur kvenfálki dvelur um þessar mundir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en það var Ólafur Nielsen á Náttúrufræðistofnun Íslands sem kom með fálkann í garðinn. Fálkinn varð fyrir þeim óvenjulegu hremmingum að hann lenti framan á rúðu flutningabíls sem var á ferð við Staðastað á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Ökumaður sofnaði á rauðu ljósi

Karlmaður um sextugt sofnaði við stýrið á bíl sínum þegar hann var staddur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í síðdegisumferðinni í gær. Bíll mannsins var á rauðu ljósi þegar þetta gerðist og lögreglan segir að þetta hafi eðlilega valdið hættu og óþægindum fyrir aðra vegfarendur.

Heimilismenn á Hrafnistu á jólaballi

Það var glatt á hjalla hjá heimilismönnum á Hrafnistu í Reykjavík þegar jólaball fór þar fram eftir hádegi í dag. Fólkið undi sér vel við harmonikuspil og dansleik, en ekki fylgir sögunni hvort Sveinki hafi látið sjá sig líkt og svo algengt er þegar yngsta kynslóð landsins kemur saman á jólaballi. Við segjum nánar frá jólaballinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leikskólagjöld hækka um tæp 33 þúsund á næsta ári

Foreldrar með barn á leikskóla í Reykjavík mun greiða tæplega 33 þúsund krónum meira í leikskólagjöld á næsta ári en í ár. Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar nemur gjaldskrárhækkun vegna leikskóla og frístundaheimila, svo og mataráskrift í grunnskóla, um 12-13% um næstu áramót. Hækkunin er í samræmi við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012.

Varað við mikilli hálku og slæmu veðri

Reikna má með hríðarveðri og takmörkuðu skyggni á Vesturlandi, Norðurlandi og Austfjörðum fram eftir degi, en síðan mun hlána annars staðar á landinu en á Vestfjörðum.

AG mátti hafa fyrir sigrinum

AG vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Mors-Thy á heimavelli. Dönsku meistararnir þurftu þó að hafa fyrir sigrinum en unnu að lokum með fjögurra marka mun, 27-23.

Umferð gengur hægt á Hellisheiðinni

"Ég er bara í lífshættu hérna - þetta er stórhættulegt,“ segir Guðmundur Karlsson, sem er nú staddur á Hellisheiðinni og hafði samband við fréttastofu nú síðdegis. Hann segir færðina vera mjög lélega og ökumenn þurfi að keyra mjög varlega til þess hreinlega að keyra ekki út af.

Umhleypingasamt veður til jóla

Talsverðar umhleypingar eru í veðri til jóla, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Lögreglan brýnir því fyrir þeim sem ætla sér að ferðast á milli landshluta að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað. Hafa beri í huga að veður og færð geti breyst á skömmum tíma til hins verra og hægt er að sækja nýjustu upplýsingar um veður á síðu Veðurstofunnar www.vedur.is og um færð á vegum á síðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is.

Vetrarsólstöður á morgun, 22. desember

Vetrarsólstöður verða í ár á morgun, 22. desember, nánar tiltekið klukkan hálfsex að morgni, samkvæmt upplýsingum Almanaks Háskóla Íslands. Í Reykjavík verður birting þennan stysta dag ársins klukkan 10.03 en myrkur klukkan 16.49.

Göngudeildarþjónustan verður bætt fyrir allan peninginn

Aukafjárveitingin sem fékkst í rekstur Stuðla á næsta ári mun verð nýtt í að bæta göngudeildarþjónustu á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá Sólveigu Ásgrímsdóttur, forstöðumanni Stuðla. Þannig verða börnin hitt í aðdraganda að innlögn og þeim fylgt betur eftir þegar þau hafa útskrifast.

Vonast eftir samþykki árið 2014

Umsókn Íslands og fimm annarra ríkja um svokallaða raðtilnefningu átta svæða, sem á er að finna víkingaminjar, á heimsminjaskrá UNESCO mun tefjast um eitt ár. Er vonast til þess að tilnefningin verði tekin fyrir árið 2013 og fullgilt árið eftir.

Tjaldaði í snjónum

26 ára norskur ferða- og ævintýramaður hefur gist tvær nætur í tjaldi í snjónum við gatnamótin að Hólamvík á Ströndum, en hann ferðast fótgangandi með farangurinn á sleða, að því er fram kemur í Ströndum.is. Þetta mun vera sami maðurinn og lögreglan í Borgarnesi tók upp í bíl sinn, kaldan og blautan undir Hafnarfjalli nýverið og kom í húsaskjól í Borgarnesi. Þar þurrkaði hann föt sín og búnað og sagðist vera á leiðinni til Ísafjarðar, fótgangandi.

Fréttaskýring: Skýr verkaskipting um fyrirsvar Icesave

Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnaráætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl.

Bæta 35 milljónum króna í rekstur Stuðla

Fjárveitingar til Barnaverndastofu munu aukast um 35 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlögum, sem samþykkt voru fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að fjárveitingin renni til þess að efla starfsemi Stuðla þar sem rekin er meðferðardeild og neyðarvistun fyrir börn og ungmenni í vanda.

Fangar sýna árangur í námi

Á nýliðinni haustönn voru 52 fangar voru innritaðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). Þar af voru 39 á Litla-Hrauni og þrettán í Bitru, að því er fram kemur á vef Fangelsismálastofnunar. Þá stunda átta fangar nám á háskólastigi.

Stefna Ragnari fyrir að kalla sig „féfletta“

Viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson hafa stefnt viðskiptafræðingnum Ragnari Önundarsyni fyrir meiðyrði. Tvímenningarnir, sem eru meðal stærstu eigenda Haga, krefjast hvor um sig átta hundruð þúsund króna í miskabætur, auk greiðslu fyrir opinbera birtingu dómsins.

Þriggja mánaða skilorð fyrir að ganga í skrokk á sambýliskonu

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær árásir á þáverandi sambýliskonu sína og hótanir í garð hennar. Fyrri árásin var gerð í ágúst eða september í fyrra en þá sló maðurinn hana í fataherbergi á heimili þeirra. Síðari árásin var gerð í nóvember í fyrra. Þá kýldi maðurinn konuna og sparkaði í maga hennar nokkrum sinnum fyrir framan son hennar sem var staddur á heimili þeirra. Maðurinn hætti ekki árásinni fyrr en konan var byrjuð að öskra og gráta. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en krafðist vægustu refsingar.

Börðu tvo menn með bareflum

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir.

Búið að kyrrsetja jarðir æðstu toppanna

Dómurinn frá því í gær staðfestir einnig kyrrsetningu sýslumannsins í Reykjavík á fimmtungseignarhlut Magnúsar í félaginu Hvítsstöðum. Það var slitastjórn Kaupþings sem fór fram á kyrrsetninguna svo að eitthvað fengist upp í 717 milljóna króna skuldina sem hann hefur nú verið dæmdur til að greiða.

Fjölga þarf leiguíbúðum á landinu um 16 þúsund

Gríðarleg eftirspurn er eftir leiguhúsnæði. Um 70% fleiri Íslendingar vilja leigja íbúð en gera það í dag. Langflestir væntanlegir leigjendur vilja búa í Reykjavík. Um fimm þúsund íbúðir vantar í miðbæinn.

Bannar alfarið veiðar á lúðu

Lúðustofninn við Ísland minnkar ár frá ári. Beinar veiðar á lúðum hafa verið bannaðar frá því síðasta vor en leyft að hirða hana sem meðafla.

Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis

Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir.

Upplýsinganefnd fær lögfræðing til starfa

„Það er eitt af okkar forgangsmálum að vinna á þessum hala,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, um tafir á afgreiðslu kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Engin skýring á ammoníakslykt

Engin skýring fannst á því í gærkvöldi, að ammoníakslykt fannst upp úr niðurföllum við fiskvinnsluhús við Fiskislóð á Grandanum upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.

Fartölvum stolið í Garðabæ

Bortist var inn í raftækja- og tölvuverslun í Garðabæ í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið fjórum til átta fartölvum og ef til vill einhverju fleiru.

Útkall vegna jólabaksturs við Kleppsveg

Eldvarnakerfi fór í gang í stigagangi í fjölbýlishúsi við Kleppsveg um tvö leitið í nótt, sem dró brátt að lögreglu- og slökkviliðsmenn.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Jarðskjálfti upp á þrjá komma þrjá á Richter varð austur af Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli laust fyrir klukkan eitt í nótt.

TF-SIF væntanleg til landsins í dag

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er væntanleg til landsins í dag úr tveggja mánaða leiguverkefni á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex.

Algert bann við lúðuveiðum frá áramótum

Lúða mun nánast hverfa af borðum Íslendinga eftir áramót, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra, þar sem sjómönnum er gert skylt að sleppa allri lifandi lúðu, sem kemur sem meðafli í veiðarfæri þeirra.

Veita milljónir í forvarnir gegn ofbeldi

Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla.

Eyjamenn greiða 1,3 milljarða

Gangi áform stjórnvalda eftir um 27 prósent veiðigjald af framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári miðað við fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári.

Ákæran þingfest 10. janúar

Þriðja ákæra sérstaks saksóknara, á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi 10. janúar, samkvæmt dagskrá dómsins. Tvímenningunum verður þá gert að mæta og taka afstöðu til ákærunnar.

Þyrlum sagt ofaukið á kæjanum í Sundahöfn

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik segir marga vilja lóð eins og þá sem sóst er eftir undir þyrlupall við lægi skemmtiferðaskipa í Sundahöfn. Hann tekur undir með hafnarstjórnnni. Engin eftirspurn sé eftir þyrluþjónustu þar.

Hærra verð fyrir Icelandic-starfsemi

Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá sölunni á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Asíu. Kaupandi er kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods, sem greiðir 28,4 milljarða króna fyrir starfsemina á núverandi gengi.

Fiskveiðiárið fer vel af stað

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 287.370 tonn fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins sem hófst 1. september. Það er heldur meiri afli en á sama tímabili í fyrra þegar 262.448 tonn veiddust. Aflinn var hins vegar svipaður á þessu tímabili árið 2009.

Ammoníaksleki á Fiskislóð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Fiskislóð 34 í kvöld vegna gruns um ammoníaksleka. Leki varð í sama húsnæði fyrir um tveimur vikum síðan en tilvikið er ekki sambærilegt og var minniháttar. Ein stöð frá slökkviliðinu fór á staðinn í kvöld.

Borgaraleg handtaka í Reykjavík

Um klukkan fimm í dag framkvæmdu nokkrir menn borgaralega handtöku vestan við Hofsvallagötu á gatnamótum Hringbrautar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ók maður á annan bíl og virðist sem maðurinn hafi ætlað að keyra í burt af vettvangi. Lögreglan segir að nokkrir menn hafi haldið manninum föngum þar til lögreglan kom á svæðið, en hún ku hafa verið fljót á staðinn þannig að engin átök brutust út. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Engin slys urðu á fólki.

Hvít jörð á aðfangadagskvöld

Áhugi Íslendinga um veðrið á aðfangadag hefur alltaf verið mikill enda vilja flestir hafa snjókomu fyrir utan gluggann þegar að jólasteikin er borðuð og jólapakkarnir opnaðir. Vísir sló á þráðinn á Veðurstofu Íslands nú í kvöld og spurði einfaldlega hvort að jólin yrðu hvít eða rauð.

Davíð Oddsson verður á ÍNN milli jóla og nýárs

"Þetta verður sennilega áhugaverðasta sjónvarpsviðtal ársins 2011 og ég tel mig ekkert vera að ofsegja á nokkrun hátt,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Gestur Björns Bjarnasonar í þætti hans á stöðinni þann 28. desember næstkomandi verður Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir