Fréttaskýring: Skýr verkaskipting um fyrirsvar Icesave 21. desember 2011 10:45 Ýmsir hafa viljað að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, fari með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstóli. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnar og forsetaúrskurði verður málið á forræði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Mynd frá apríl 2009. fréttablaðið/gva Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnaráætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl. Hvernig er stjórnskipan varðandi Iceave-dómsmál? Utanríkisráðuneytið verður í fyrirsvari vegna dómsmáls ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum hjá EFTA-dómstólnum. Nokkur umræða hefur skapast um málið að undanförnu og hafa ýmsir talið að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti að vera í fyrirsvari í málinu. Úr málinu var skorið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í raun ætti ekki að koma neinum á óvart að þetta sé niðurstaðan. Samkvæmt Vínarsáttmálanum, frá 1969, er aðeins á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart dómstólnum eða veita öðrum umboð til þess. Ráðuneytið hefur farið fram í öllum málum gegn ríkisstjórn Íslands varðandi samningsbrot á EES-samningnum. Hið sama gildir um önnur aðildarríki samningsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði, ásamt utanríkisráðherra, fram í ríkisstjórn málsvarnaráætlun Íslands í málinu 12. apríl. Þar var kveðið á um að ef til málshöfðunar kæmi væri það utanríkisráðuneytið sem færi með fyrirsvarið í málsvörninni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út forsetaúrskurð 28. september um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Þar eru skráð þau verkefni sem hvert ráðuneyti á að sinna. Samkvæmt þeim úrskurði heyra samningar við önnur ríki og framkvæmd tiltekinna samninga undir utanríkisráðuneytið, sem og aðild landsins að alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þessa er vísað í minnisblaði forsætisráðuneytisins varðandi málið, sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær. Þar segir að dómsmálið snúist um grundvallaratriði varðandi túlkun og áhrif EES-samningsins. Þá sé það höfðað fyrir alþjóðastofnun sem utanríkisráðherra sé einn í fyrirsvari gagnvart. Það hefði því verið brot á venjunni ef málið hefði verið tekið úr höndum utanríkisráðherra og sett í hendur efnahags- og viðskiptaráðherra, auk þess sem það hefði brotið í bága við forsetaúrskurðinn. Þá hefði það verið taktískur viðsnúningur á málsvarnaráætlun sem samþykkt var í ríkisstjórn í apríl. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vínarsáttmálinn kveður á um að aðeins sé á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart EFTA-dómstólnum. Í samræmi við forsetaúrskurð og málsvarnaráætlun sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram í apríl. Hvernig er stjórnskipan varðandi Iceave-dómsmál? Utanríkisráðuneytið verður í fyrirsvari vegna dómsmáls ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á hendur Íslendingum hjá EFTA-dómstólnum. Nokkur umræða hefur skapast um málið að undanförnu og hafa ýmsir talið að efnahags- og viðskiptaráðherra ætti að vera í fyrirsvari í málinu. Úr málinu var skorið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í raun ætti ekki að koma neinum á óvart að þetta sé niðurstaðan. Samkvæmt Vínarsáttmálanum, frá 1969, er aðeins á valdi utanríkisráðuneytisins að koma fram gagnvart dómstólnum eða veita öðrum umboð til þess. Ráðuneytið hefur farið fram í öllum málum gegn ríkisstjórn Íslands varðandi samningsbrot á EES-samningnum. Hið sama gildir um önnur aðildarríki samningsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði, ásamt utanríkisráðherra, fram í ríkisstjórn málsvarnaráætlun Íslands í málinu 12. apríl. Þar var kveðið á um að ef til málshöfðunar kæmi væri það utanríkisráðuneytið sem færi með fyrirsvarið í málsvörninni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út forsetaúrskurð 28. september um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu. Þar eru skráð þau verkefni sem hvert ráðuneyti á að sinna. Samkvæmt þeim úrskurði heyra samningar við önnur ríki og framkvæmd tiltekinna samninga undir utanríkisráðuneytið, sem og aðild landsins að alþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þessa er vísað í minnisblaði forsætisráðuneytisins varðandi málið, sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær. Þar segir að dómsmálið snúist um grundvallaratriði varðandi túlkun og áhrif EES-samningsins. Þá sé það höfðað fyrir alþjóðastofnun sem utanríkisráðherra sé einn í fyrirsvari gagnvart. Það hefði því verið brot á venjunni ef málið hefði verið tekið úr höndum utanríkisráðherra og sett í hendur efnahags- og viðskiptaráðherra, auk þess sem það hefði brotið í bága við forsetaúrskurðinn. Þá hefði það verið taktískur viðsnúningur á málsvarnaráætlun sem samþykkt var í ríkisstjórn í apríl. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira