Fleiri fréttir

Enn á gjörgæslu en ekki í bráðri lífshættu

Tveir liggja enn á sjúkrahúsi eftir árekstur á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var í sömu bifreiðinni. Kona liggur á gjörgæslu alvarlega slösuð en er ekki í bráðri lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Karlmaður var lagður inn á slysa- og bráðadeild þar sem hann var undir eftirliti í nótt og er hann með minniháttar áverka.

Átök á milli lögreglu og strangtrúaðra gyðinga

Til átaka kom á milli lögreglu og strangtrúaðra gyðinga í ísraelska bænum Beit Shemesh, nálægt Jerúsalem og voru nokkrir handteknir. Miklar deilur hafa staðið á milli hinna strangtrúuðu og annarra gyðinga í bænum en hinir fyrrnefndu krefjast algjörs aðskilnaðar kynjanna og að konur klæði sig á ákveðinn hátt. Til átakanna í gær kom þegar lögregla reyndi að fjarlægja skilti þar sem hvatt er til aðskilnaðarins.

Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu

Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu.

Hætta inntöku lyfja vegna aukaverkana

Dæmi eru um að konur með brjóstakrabbamein hafi gefist upp á að taka hormónabælandi lyf vegna aukaverkana, að sögn Ásgerðar Sverrisdóttur, krabbameinslæknis á Landspítalanum.

Tveir á sjúkrahúsi í nótt eftir áreksturinn á Vesturlandsvegi

Einn var á gjörgæslu í nótt og annar undir eftirliti lækna eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Sex bílar lentu í árekstrinum, mis-mikið þó. Alls voru fimm fluttir á slysadeild í kjölfarið, fjórir fullorðnir og fimmtán mánaða gamalt barn en að skoðun lokinni fengu fjórir að fara heim. Sá sem settur var í gjörgæslu beinbrotnaði og hlaut innvortis blæðingu, að sögn lögreglu. Ökumaður bílsins sem hann var farþegi í var einnig hafður á sjúkrahúsinu í nótt undir eftirliti.

Ósátt við hærri leikskólagjöld

Menntun Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi mótmæla gjaldskrárhækkunum sem eiga að taka gildi um áramót. Þá hækka leikskólagjöld um sjö prósent.

Veiðiþjófar handteknir

Lögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu á jóladag tvo veiðiþjófa sem höfðu skotið hreindýr í Hamarsfirði fyrr um daginn. Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit lögreglunnar. Hún hafði afskipti af bifreið sem í voru menn klæddir í veiðigalla og virtust mjög vel útbúnir til veiða. Þeir kváðust hafa verið við refaveiðar í Hamarsfirði og ekki staðist mátið þegar hreindýrs varð vart. Málið, sem telst upplýst, er til meðferðar hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði.

Noregur býður til fundarhalds

Noregur hefur boðið Íslandi, Færeyjum og þeim Evrópusambandslöndum sem stunda makrílveiðar til fundar um veiðarnar í Bergen 24. til 27. janúar.

Nýtt ADHD-lyf innan seilingar

Nýlegar uppgötvanir dr. Hákonar Hákonarsonar og rannsóknarteymis hans við Barnaháskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum vegna ofvirkni og athyglisbrests (ADHD) í börnum hafa vakið mikla athygli, enda bregða þær nýju ljósi á orsakir kvillans og, sem heyrir ekki síður til tíðinda, möguleg lyf gegn ADHD.

Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið

Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013.

Hafa ekki fengið svör um fangaflug

Ísland er meðal Evrópulanda sem ekki hefur svarað fyrirspurn erlendra mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Yfir 2000 nauðungarsölur frá bankahruni

Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruni. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun.

Fimm fluttir á spítala - miklar tafir

Fimm ökumenn og farþegar voru fluttir á spítala eftir fimm bíla árekstur sem varð á Vesturlandsveginum upp úr klukkan sex í kvöld. Slökkviliðið þurfti notast við tækjabíl til þess að losa fólk út úr bifreiðunum.

Umferðaslys á Vesturlandsvegi - þrír slasaðir

Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi við Álfsnes fyrir stundu. Fjórir sjúkrabilar voru sendir á vettvang auk tækjabíls. Þrír eru slasaðir. Ekki er vitað hvort meiðsl þeirra séu alvarleg.

Fagna jarðminjagarði á Reykjanesi

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna nýlegri ákvörðun Grindavíkurbæjar um stofnun jarðminjagarðs (Geopark) á Reykjanesi. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa nú ákveðið að ganga til samstarfs um stofnun slíks garðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum. Þar segir að slíkur garður sé vel til þess fallin að auka almenna vitund um mikilvægi náttúruverndar á svæðinu.

70 þúsund fyrir flutning með sjúkrabíl

Það mun kost ósjúkratryggða og erlenda ferðamenn um 70 þúsund krónur fyrir flutning með sjúkrabíl eftir áramót. Samkvæmt fréttavef RÚV munu gjöld fyrir læknisþjónustu og lyf hækka almennt um áramót.

Veiðiþjófar gómaðir

Í gær, á jóladag, gómuðu lögreglumenn á Fáskrúðsfirði tvo veiðiþjófa. Mennirnir skutu hreindýr í Hamarsfirði fyrr um daginn. Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit lögreglunnar, en lögreglan hafði afskipti af mönnunum, en þeir voru klæddir í veiðigalla, og virtust mjög vel útbúnir til veiða.

Þjófurinn sem stelur frá fátækum ófundinn

Þjófurinn, sem braust inn í Fjölskylduhjálp Íslands í fyrrinótt, er ófundinn. Innbrotið uppgötvaðist í gærmorgun þegar Anna Jónsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, kom til vinnu. Þá hafði þjófur farið upp á efri hæð hússins, unnið skemmdarverk auk þess sem hann stal tölvu og öðrum munum.

Nokkuð um að ökumenn festu sig

Nokkuð var um að bílar festust í ófærðinni í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að tveir bílar hefðu fest sig og komu björgunarsveitir þeim til aðstoðar í nótt.

Völvan sannspá um árið 2011

Völva Vikunnar hitti naglann á höfuðið þegar hún spáði jarðhræringum og jökulhlaupi á Suðurlandi, en hljóp hins vegar á sig þegar hún spáði ríkisstjórninni falli í ár. Hafsteinn Hauksson fer yfir það sem rættist og rangt var í völvuspá ársins.

"Þetta er miklu meira en við bjuggumst við"

Örtröð myndaðist í Pétursbúð í Reykjavík í dag enda ein af fáum búðum sem var með opið. Biðtíminn var allt upp í hálftími en kaupmannshjónin ætla að standa vaktina eins lengi og þarf.

Mjög ölvaður ökumaður á Miklubraut

Færð er tekin að batna en lögreglan vill þó vara við hálku sem og krapa á akbrautum. Á göngustígum er enn talsverður snjór og mjög hált undir og biður lögreglan alla um að fara varlega.

Nesval einnig opið

Það er ekki bara Pétursbúð sem er opin í dag því verslunin Nesval að Melabraut á Seltjarnarnesi er opin til klukkan 21 í kvöld. Í tilkynningu segir að góð jólastemming sé í versluninni.

Festust á leið til Þingvalla í nótt

Hjálparsveit skáta í Kópavogi var kölluð til aðstoðar á Nesjavallaleið rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þar sat bíll fastur með erlendum ferðamönnum sem voru á leið til Þingvalla. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparsveitinni var einn bíll sendur á staðinn sem aðstoðaði ferðamennina að halda för sinni áfram.

Pétursbúð opin í dag

Kaupmaðurinn á horninu er með búðina opna í dag, en Pétursbúð skýtur stóru verslunarkeðjunum þannig ref fyrir rass, sem flestar hafa lokað yfir jólin. Hægt verður að komast í apótek á tveimur stöðum á landinu, en ÁTVR verður lokuð fram á þriðjudag.

Föt af bæjarbúum úti í fjöru

Snögg viðbrögð björgunarsveitarmanna í Neskaupstað komu í veg fyrir stórtjón þegar tvö stór skip slitnuðu frá bryggju í veðurofsanum í gærkvöldi. Veður hefur nú lygnt um allt land en vegagerðin varar við að aðeins er mokstur á helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgarsvæðið.

Frítt að hringja til útlanda í dag

Í dag, jóladag, ætlar Síminn að bjóða öllum viðskiptavinum sínum sem eru með heimasíma að hringja til útlanda án endurgjalds.

Hjálpuðu tveimur jólasveinum að dreifa pökkum

Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði nokkra bíla sem lentu þar í vandræðum upp úr klukkan fimm í nótt. Slæmt veður var á heiðinni, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsveitinni. Í tilkynningu segir að þegar félagar sveitarinnar höfðu lokið við að aðstoða bíla á heiðinni hafi komi beiðni frá Jólasveinum um að aðstoða þá við að dreifa nokkrum jólapökkum í Hveragerði, þar sem mikill snjór var í bænum í morgun. Félagar í hjálparsveitinni fóru því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum og sáu til þess að allar gjafirnar komust til skila.

Jólasnjórinn kemur manni í jólafíling

Jólalegt er um að litast höfuðborgarsvæðinu þessa stundina en um klukkan sex í morgun byrjaði að snjóa af krafti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur snjóað mikið frá klukkan sex til níu, en búist er við meiri snjókomu í dag.

Trúin tengir kynslóðir saman

Trúin tengir okkur saman, kynslóðirnar í þessu landi, sagði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í sjónvarpspredikun sinni sem var sýnd í gær. Mikilvægt væri að hafa það í huga.

Gleðileg jól

Jólin voru hringd inn í Grafarvogskirkju með aftansöng sem lauk nú rétt fyrir klukkan sjö. Séra Vigfús Árnason predikaði og Egill Ólafsson söng sálminn Ó helga nótt ásamt kór Grafarvogskirkju. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis óskar öllum lesendum Vísis gleðilegra jóla.

Veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokað

Búið er að loka veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Lögreglan segir ekkert ferðaveður vera á svæðinu og hafa þar til gerðar lokunargrindur verið settar upp beggja vegna. Ekki er búist við að vegurinn opnist í kvöld eða nótt.

Aftansöngur jóla frá Grafarvogskirkju

Eins og fram hefur komið verður aftansöngur frá Grafarvogskirkju í Reykjavík send út í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Athöfnin hefst klukkan sex.

Þakplötur fuku af Rauðagerði

Þakplötur voru byrjaðar að losna af Rauðagerði við Boðaslóð í Vestmannaeyjum eftir hádegið í dag. Björgunarfélaginu í Vestmannaeyjum barst tilkynning um málið klukkan átján mínútur í tvö og fóru umsvifalaust á staðinn.

Um 20 slökkviliðsmenn á vakt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Varðstjóri hjá slökkviliðinu bað Vísi sérstaklega um að koma þessari jólakveðju til skila og blaðamanni er það bæði ljúft og skylt.

Sjá næstu 50 fréttir