Innlent

Noregur býður til fundarhalds

Fundarboð vekur vonir um aukinn samningsvilja. fréttablaðið/óskar
Fundarboð vekur vonir um aukinn samningsvilja. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar
Noregur hefur boðið Íslandi, Færeyjum og þeim Evrópusambandslöndum sem stunda makrílveiðar til fundar um veiðarnar í Bergen 24. til 27. janúar.

Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands, segir íslensk stjórnvöld hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með tillögu ESB og Noregs á síðasta fundi, í Clonakilty á Írlandi. „Ég vænti þess að fundarboð Norðmanna sé til marks um vilja þeirra til að stíga skref fram á við,“ segir Tómas.

Íslensk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að ná samkomulagi um stjórnun makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar og koma í veg fyrir frekari ofveiði úr stofninum. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×