Innlent

Langlífi og lök ávöxtun kostar borgina 8,6 milljarða

Meðalaldur borgarstarfsmanna hefur hækkað um fimm ár og lífslíkur þeirra aukist með tilheyrandi byrðum fyrir lífeyrissjóð þeirra. Fréttablaðið/GVA
Meðalaldur borgarstarfsmanna hefur hækkað um fimm ár og lífslíkur þeirra aukist með tilheyrandi byrðum fyrir lífeyrissjóð þeirra. Fréttablaðið/GVA
Hækka þarf iðgjald Reykjavíkurborgar í lífeyrissjóð starfsmanna um tæp fjögur prósent eigi A-deild sjóðsins að standa undir skuldbindingum sínum.

Í greinargerð Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns og Birgis Björns Sigurjónssonar fjármálastjóra sem lögð var fram í borgarráði segir, að upphaflega hafi verið talinn öruggur grundvöllur fyrir A-deildinni. Fljótlega hafi þó annað komið á daginn. Hækkun framlags borgarinnar úr 11,5 í 112 prósent á árinu 2007 hafi ekki dugað til. Hækka þurfi framlagið um næstum fjögur prósent í viðbót.

Ástæðurnar fyrir veikri stöðu A-deildarinnar segja Kristbjörg og Birgir vera verulegar breytingar á forsendum varðandi lífslíkur og örorkulíkur annars vegar og hins vegar slæm skilyrði til ávöxtunar, einkum vegna hrunsins 2008 en einnig vegna áhrifa netbólunnar upp úr árinu 2000. Hallinn sé nú 13 milljarðar, þar af megi rekja 8,6 milljarða til breytinga á lífslíkum. Meðalaldur sjóðfélaga sé nú fimm árum hærri en við stofnun sjóðsins. Lagalega sé ekkert annað í stöðunni en að hækka framlag borgarinnar.

„Undirrituð vara við því að fresta slíkri endurskoðun mótframlags lengur en eitt ár,“ segja borgarlögmaður og fjármálstjóri borgarinnar. Borgarráð ákvað að kalla eftir frekari greiningu á stöðunni og hugsanlegum valkostum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×