Fleiri fréttir

Eldfjall með áhugaverðustu myndum í London

Eitt virtasta kvikmyndatímarit Breta, Total Film, hefur valið kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Eldfjall sem eina af þeim þrjátíu kvikmyndum sem lesendur ættu að sjá á kvikmyndahátíðinni í London sem hefst 12. október. Alls eru yfir 200 myndir í fullri lengd á dagskrá hátíðarinnar að því er fram kemur í tilkynningu.

Flugfreyjur funda með samningsaðilum

Flugfreyjufélag Íslands fundar nú með samningsaðilum hjá Icelandair um nýjan kjarasamning. Náist ekki samningar á næstu dögum hefja flugfreyjur í verkfallsaðgerðir á mánudag.

Dagbjartur jarðsunginn

Dagbjartur Heiðar Arnarson verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag en hann lést á heimili sínu 23. september síðastliðinn, aðeins ellefu ára gamall.

Björk ósátt við bók um sjálfa sig

"Ég myndi segja að bókin fjallaði meira um samfélagið á Íslandi en um Björk sjálfa,“ segir norski verðlaunahöfundurinn Mette Karlsvik, en bók hennar, Bli Björk, kemur út í Noregi í byrjun nóvember.

Landssöfnun til styrktar geðdeildum

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók á dögunum á móti fyrsta Brospinnanum úr hendi Páls Matthíassonar, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans.

Lesendur vilja eldri borgara sem hverfur og spillingasögu

Svíinn Jonas Jonasson trónir á toppi metsölulista Eymundsson með bókinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Sú bók hefur slegið í gegn hjá lesendum bæði á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bókin er sú fyrsta sem höfundurinn gefur út.

Stúdentaráð undrandi á niðurskurði

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp.

Mótmæla fargjaldahækkun hjá Herjólfi

Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn fyrirhugaðri 15 prósenta hækkun á gjaldskrá Herjólfs. Bæjarráð minnir vegagerðina á að ekki sé tekið gjald fyrir að aka um nein jarðgöng hér á landi nema Hvalfjarðargöngin, þar sem það kosti þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu á fólksbíl að fara þar um.

Dæmdur fyrir að stela vél og gírkassa úr bifreið Lýsingar

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í gær fyrir að hafa fjarlægt aflvél og gírkassa úr bifreiðinni sem Lýsing hf., var skráður eigandi að, en sá dæmdi hafði til umráða.

Forsetinn heimsækir skóla á Akureyri

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja skóla á Akureyri í tilefni þess að í dag er haldinn Forvarnardagur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins.

Tæknifrjóvganir ekki lengur niðurgreiddar

Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og læknastofunnar ART Medica um niðurgreiðslur á tæknifrjóvgunaraðgerðum rann út um síðustu mánaðamót. Kostnaður þeirra sem hefja meðferð nú er því mun meiri en þeirra sem hófu meðferð í september. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að ljóst hafi verið í byrjun september að of mikið bæri í milli til að nýr samningur yrði gerður.

Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi

Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu.

Innlendar níðingssíður sýna íslenskar stúlkur

Samtökunum Barnaheill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vistaðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri.

Óánægja með Gnarr í Capacent-könnun

Liðlega helmingur borgarbúa er ósáttur við störf Jóns Gnarr borgarstjóra, en tæplega fjórðungur er ánægður með hann, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups, sem RUV greinir frá.

Snörp hrina í Kötlu

Snörp jarðskjálftahrina hófst laust fyrir klukkan þrjú í nótt í norðanverðri Kötluöskjunni. Benedikt Ófeigsson jarðvísindamaður var kallaður á vakt á Veðurstofuna og segir hann að fyrsti skjálftinn hafi verið vel yfir þjú stig á Richter og nokkrir í kringum þrjú hafi fylgt í kjölfarið.

Hvít jörð á Akureyri

Al hvít jörð var á Akureyri í mogunsárið, en hiti var þar við frostmark og við búið að snjórinn hverfi þegar líður á morguninn. Þar fór að snjóa í nótt og snjóaði enn um sex leitið í morgun. Viðbúið er að hálka sé á Öxnadalsheiði og Víkurskarði.

Kaprifol enn við bryggju á Þórshöfn

Flutningaskipið Kaprifol, sem strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi í gærmorgun, er enn við bryggju á þórshöfn, en stór vörubíll náði að draga skipið af strandstað fyrir hádegi í gær. Ekki liggur fyrir hvort skemmdir urðu á botni skipsins eða skrúfubúnaði, en önnur dráttartaugin slitnaði og fór í skrúfu skipsins þegar verið var að draga það af strandstað. Ef allt fer að óskum á skipið að lesta lýsisfarm til útflutnings.

Andmæla sköttum og kvótamáli

Skilanefnd gamla Landsbankans hefur fyrir hönd kröfuhafa sem eiga 19 prósent í nýja Landsbankanum sett fram formleg andmæli við ýmsum ákvörðunum og áformum íslenskra stjórnvalda sem kröfuhafarnir telja að geti rýrt virði eignasafns bankans. Þar á meðal eru kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst skilanefnd gamla Landsbankans jafnframt andmæla formlega áformum í fjárlagafrumvarpinu um nýjan skatt á launagjöld fjármálafyrirtækja.

Sértækar aðgerðir en ekki almennar

Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð.

Tollurinn tók átta þúsund töflur

Í alþjóðlegri aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu sem tollgæslan á Íslandi tók þátt í, lagði hún hald á tæplega 8.000 töflur.

Finnst svona ekki eiga að líðast

Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur, einn þeirra umsækjenda um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins sem ekki hlutu náð fyrir augum stjórnarinnar, er afar ósáttur við vinnubrögð í ráðningarferlinu og hyggst kalla eftir frekari rökstuðningi.

Bleik brjóst prjónuð á ljósastaur

„Þetta fær að vera hjá okkur á meðan átakið er í gangi,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“

Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú.

Ekkert bólar á siðareglum forsetans

Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu.

Samantekt um mótmælin á Austurvelli

Um þúsund manns komu saman á Austurvelli í gær til að mótmæla á meðan Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína. Vísir.is var með beina útsendingu frá mótmælunum og tók Hafsteinn Hauksson, fréttamaður, viðtöl við mótmælendur og þingmenn.

Baldur hentar betur en Herjólfur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur nú siglt til síns heima eftir að hafa þjónað Vestmannaeyingum í hartnær mánuð. Baldurs er nú sárt saknað af Eyjamönnum enda telja þeir að ferjan hafi sannað gildi Landeyjarhafnar og sett ný viðmið.

Vill "ráðgefandi þjóðaratkvæði“ um tillögur stjórnlagaráðs

Forsætisráðherra segir að því stefnt að bera tillögur stjórnlagaráðs undir þjóðina í "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu" þegar stjórnlaga- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur lokið störfum. Hún býst við að formlegar breytingar á stjórnarskránni verði síðan afgreiddar áður en þing verður rofið fyrir kosningarnar 2013.

Fæddi barn á Miklubrautinni

Þótt lögreglumenn verði oft vitni að því versta í lífinu koma líka ánægjulegar stundir og þá fara þeir svo sannarlega glaðir heim af vaktinni. Þannig lýsir lögreglan ánægjulegu útkalli þar sem þeir aðstoðuðu par á leið upp á spítala. Þangað sem þau komust aldrei, því á Miklubrautinni fæddist lítil stúlka.

Ætlaði að fá sér pylsu en féll ofan í fornleifagrunn

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Reykjavíkurborg bótaskylda vegna slyss sem karlmaður varð fyrir í Tryggvagötu í Reykjavík aðfararnótt 7. október 2007, þegar hann féll niður rúma þrjá metra þar sem fornleifauppgröftur stóð yfir.

Guðmundar- og Geirfinnsmál: Björgvin vill sannleiksnefnd

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp.

Eigandi byssukúlnanna gaf sig fram

Maður á besta aldri gaf sig fram við lögreglu í dag eftir að fréttir bárust af því að tvær byssukúlur hefðu fundist fyrir framan Alþingishúsið í morgun.

Paul Young ætlar að kynna sér íslenska matarmenningu

Enski tónlistarmaðurinn Paul Young segist ætla að spila gömlu smellina sína á tónleikum sínum í Hörpu í kvöld. Hann stoppar stutt við hér á landi en er þó staðráðinn í að kynnast íslenskri matargerð eins og kom fram í viðtali við kappann í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Urðu ekki varir við skotvopn

Lögreglumenn sem gættu Alþingishússins í gær, urðu ekki varir við skotvopn í fórum mótmælenda í gærkvöldi að sögn Harðar Jóhannessonar, aðstoðarlögreglustjóra.

Þingheimi mjög brugðið eftir að byssukúlur fundust

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, segir að öllum sé verulega brugðið eftir að byssukúlur fundust við þrif í morgun eftir mótmælin, sem fram fóru í gærkvöldi við setningu Alþingis.

Fundu skothylki fyrir framan Alþingishúsið

„Okkur var mjög brugðið að sjá þetta," segir Þorsteinn Pálmarson, framkvæmdastjóri hreinsunarfyrirtækisins Allt-Af, en þeir fundu tvær 22. kalibera byssukúlur fyrir framan Alþingishúsið.

Þorgeir verður upplýsingafulltrúi

Þorgeir Ólafsson hefur verið gerður að upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðherra, en ráðuneytið ákvað að setja á laggirnar stöðu upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Lýsisflutningaskip strandaði í höfninni í Þórshöfn

Flutningaskip strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi um klukkan sjö í morgun. Kafari mun í dag kanna hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á botni skipsins, sem flytur lýsi. Engar vísbendingar hafa enn sést um olíuleka, en það verður kannað til hlítar. Mjög hvasst var þegar skipverjar reyndu að leggja því að bryggju. Vegna stærðar og mikillar yfirbyggingar tekur skipið á sig mikinn vind og snérist það undan vindinum og rak í strand í höfninni.

Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp

Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf.

Sjá næstu 50 fréttir