Ekkert bólar á siðareglum forsetans Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2011 20:15 Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira