Ekkert bólar á siðareglum forsetans Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2011 20:15 Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira