Innlent

Paul Young ætlar að kynna sér íslenska matarmenningu

Enski tónlistarmaðurinn Paul Young segist ætla að spila gömlu smellina sína á tónleikum sínum í Hörpu í kvöld. Hann stoppar stutt við hér á landi en er þó staðráðinn í að kynnast íslenskri matargerð eins og kom fram í viðtali við kappann í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Young segist ekki hafa mikinn tíma til þess að kynna sér landið. Hann er þó staðráðinn í því að kynna sér matarmenningu Íslendinga enda forfallinn áhugamaður um mat. Hann hefur komið fram í matreiðsluþáttum í Bretlandi og í viðtalinu segist hann vera að vinna að matreiðslubók. Hver veit nema að íslenska kjötsúpan rati í bókina eftir heimsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×