Andmæla sköttum og kvótamáli 5. október 2011 07:00 Skilanefnd gamla Landsbankans hefur fyrir hönd kröfuhafa sem eiga 19 prósent í nýja Landsbankanum sett fram formleg andmæli við ýmsum ákvörðunum og áformum íslenskra stjórnvalda sem kröfuhafarnir telja að geti rýrt virði eignasafns bankans. Þar á meðal eru kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst skilanefnd gamla Landsbankans jafnframt andmæla formlega áformum í fjárlagafrumvarpinu um nýjan skatt á launagjöld fjármálafyrirtækja. Andmælin eru sett fram samkvæmt ákvæðum í samningum kröfuhafa við íslenska ríkið og nýja Landsbankann. Samkvæmt samningunum var gefið út skuldabréf, sem getur að hámarki orðið 92 milljarðar króna. Bréfið er skilyrt og fer fjárhæð þess eftir mati á tilteknu eignasafni nýja bankans, sem eru annars vegar kröfur á stór fyrirtæki og hins vegar á lítil og meðalstór fyrirtæki. Skilanefnd og starfsfólk hennar, undir forystu svokallaðs tilsjónarmanns, fylgist náið með þróun eignasafnsins og setur fram formleg andmæli ef nýi bankinn eða stjórnvöld grípa til einhverra aðgerða sem nefndin telur að geti lækkað virði eignasafnsins eða haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Rök skilanefndarinnar fyrir formlegum andmælum við til dæmis kvótafrumvarpinu eru að samþykkt þess muni hafa neikvæð áhrif á möguleika sjávarútvegsfyrirtækja í viðskiptum við nýja bankann á að endurgreiða lán sín. Í árslok 2012 verður eignasafnið metið. Nái hækkun þess 92 milljörðum króna eignast gamli bankinn, það er kröfuhafarnir, skuldabréfið og skilar um leið öllum hlut sínum í nýja Landsbankanum til fjármálaráðuneytisins. Verði hækkunin hins vegar minni að mati sérstaks matsmanns skila kröfuhafarnir aðeins hluta af eign sinni í Landsbankanum. Um leið áskilja þeir sér samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins rétt til að sækja með öðrum aðferðum, hugsanlega dómsmálum, það sem upp á vantar og rekja má til ákvarðana sem hefur verið formlega mótmælt. Til þess gæti því komið að kröfuhafar létu reyna á áhrif kvótafrumvarpa og skattabreytinga fyrir dómstólum.- óþs Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Skilanefnd gamla Landsbankans hefur fyrir hönd kröfuhafa sem eiga 19 prósent í nýja Landsbankanum sett fram formleg andmæli við ýmsum ákvörðunum og áformum íslenskra stjórnvalda sem kröfuhafarnir telja að geti rýrt virði eignasafns bankans. Þar á meðal eru kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst skilanefnd gamla Landsbankans jafnframt andmæla formlega áformum í fjárlagafrumvarpinu um nýjan skatt á launagjöld fjármálafyrirtækja. Andmælin eru sett fram samkvæmt ákvæðum í samningum kröfuhafa við íslenska ríkið og nýja Landsbankann. Samkvæmt samningunum var gefið út skuldabréf, sem getur að hámarki orðið 92 milljarðar króna. Bréfið er skilyrt og fer fjárhæð þess eftir mati á tilteknu eignasafni nýja bankans, sem eru annars vegar kröfur á stór fyrirtæki og hins vegar á lítil og meðalstór fyrirtæki. Skilanefnd og starfsfólk hennar, undir forystu svokallaðs tilsjónarmanns, fylgist náið með þróun eignasafnsins og setur fram formleg andmæli ef nýi bankinn eða stjórnvöld grípa til einhverra aðgerða sem nefndin telur að geti lækkað virði eignasafnsins eða haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Rök skilanefndarinnar fyrir formlegum andmælum við til dæmis kvótafrumvarpinu eru að samþykkt þess muni hafa neikvæð áhrif á möguleika sjávarútvegsfyrirtækja í viðskiptum við nýja bankann á að endurgreiða lán sín. Í árslok 2012 verður eignasafnið metið. Nái hækkun þess 92 milljörðum króna eignast gamli bankinn, það er kröfuhafarnir, skuldabréfið og skilar um leið öllum hlut sínum í nýja Landsbankanum til fjármálaráðuneytisins. Verði hækkunin hins vegar minni að mati sérstaks matsmanns skila kröfuhafarnir aðeins hluta af eign sinni í Landsbankanum. Um leið áskilja þeir sér samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins rétt til að sækja með öðrum aðferðum, hugsanlega dómsmálum, það sem upp á vantar og rekja má til ákvarðana sem hefur verið formlega mótmælt. Til þess gæti því komið að kröfuhafar létu reyna á áhrif kvótafrumvarpa og skattabreytinga fyrir dómstólum.- óþs
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira