Innlent

Lesendur vilja eldri borgara sem hverfur og spillingasögu

Eymundsson.
Eymundsson.
Svíinn Jonas Jonasson trónir á toppi metsölulista Eymundsson með bókinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Sú bók hefur slegið í gegn hjá lesendum bæði á Íslandi sem og í Svíþjóð. Bókin er sú fyrsta sem höfundurinn gefur út.

Í öðru sætinu er einnig tiltölulega nýr höfundur, en það er Bryndís Björgvinsdóttir. Hún skrifaði bókin „Flugan sem stövaði stríðið", en bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin á dögunum. Bókin er önnur skáldsaga Bryndísar. Hún byrjaði ung að skrifa en hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar fyrsta bók hennar kom út.

Glæpasagnahöfundirinn Henning Mankell á svo þriðja sætið. Franski rithöfundurinn Iréne Némirovsky á fjórðu vinsælustu bókina í Eymundsson. Það er sagan „Frönsk svíta". Iréne lést árið 1942 í alræmdustu útrýmingabúðum Nasista, Auschwitz. Hún var aðeins 39 ára gömul.

Það er svo nýliði í fimmta sætinu. Það er blaðamaðurinn Jóhann Hauksson, en hann gaf nýverið út bókina „Þræðir valdsins". Þeirri sögu er líklega best lýst sem nokkurskonar spillingasögu séð með augum Jóhanns.

Athugið að listinn samanstendur einungis af bókum seldum í Eymundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×