Boltadómurinn gæti haft áhrif á Íslandi 5. október 2011 08:00 Ari Edwald Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Knattspyrnuáhugafólki á að vera frjálst að skipta við útsendingaraðila utan heimalands síns til að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að hömlur á slíku gengju í berhögg við lög Evrópusambandsins um óheft flæði á sölu vöru og þjónustu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif hér á landi, þar sem Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. 365, móðurfélag Fréttablaðsins, hefur sýningarrétt á enska boltanum og fleiri keppnum á Íslandi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að í þessum úrskurði séu góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. „Fljótt á litið held ég að við hljótum að falla undir þetta sem hluti af EES og frjálsu flæði vöru og þjónustu, þannig að ég geri mér vonir um að þetta muni skerpa á samkeppninni hér." Jóhannes segir þó að enn eigi eftir að fara ítarlega yfir úrskurðinn og málið muni skýrast á næstunni. Hann sé þó vongóður. „Virk samkeppni er í raun eina trygging neytenda fyrir því að verð á vöru og þjónustu sé sem hagstæðast. Ef neytendum stendur það til boða að gera betri kaup en í dag hljótum við að fagna því." Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS), segir hins vegar að málið sé ekki eins einfalt og það gæti sýnst í upphafi. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta geti stofnað til mikillar einokunar ef einn aðili kaupir réttinn að Evrópu í heild sinni. Það verður ekki endilega eitthvert svaka frelsi og samkeppni. Það gæti jafnvel orðið þannig að sýningarrétturinn yrði svo dýr að einungis stórfyrirtæki gætu staðið undir því." Ari Edwald, forstjóri 365, segist ekki búast við því að þessi úrskurður hafi mikil áhrif á félagið til skemmri tíma litið. „Þetta er álit Evrópudómstólsins og ekki enn orðið að dómsniðurstöðu í Bretlandi. Ef við gerum ráð fyrir að þróunin verði í þessa átt getur þetta sjálfsagt haft einhver áhrif á komandi árum en þau verða varla mikil eða snögg. Veruleikinn er sá að við búum þegar við samkeppni frá aðilum eins og Sky og við höfum staðið okkur vel þar. Okkar verð er lægra en það sem erlendu aðilarnir bjóða upp á, jafnvel þó að við sýnum mun fleiri leiki í beinni útsendingu. Svo vil ég ætla að flestir íslenskir knattspyrnuáhugamenn vilji hafa íslenska þuli, þætti og umfjöllun um enska boltann, þannig að ég á ekki von á neinum snöggum umskiptum." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira