Innlendar níðingssíður sýna íslenskar stúlkur 5. október 2011 07:30 Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna Barnaheill – Save the Children á Íslandi, segir að allar ábendingar um ólöglegt efni fari til embættis ríkislögreglustjóra.fréttablaðið/valli Samtökunum Barnaheill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vistaðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri. Þetta segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. Barnaheill tók í gær, í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti ríkislögreglustjóra, í notkun nýjan ábendingarhnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á netinu. Með því að smella á hnappinn á www.barnaheill.is getur almenningur tilkynnt um slíkt efni. Nær 4.000 ábendingar um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi hafa borist frá því að Barnaheill opnaði ábendingalínu árið 2001. Á síðasta ári bárust samtökunum 30 ábendingar vegna mögulegs efnis þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Af þessum ábendingum reyndust 37 prósent vera myndir sem innihéldu ofbeldi gegn börnum. Einnig bárust tíu ábendingar um óviðurkvæmilegt efni á netinu svo sem Facebook-síður, þar sem menn villtu til dæmis á sér heimildir og þóttust vera aðrir en þeir eru. Samtals voru ábendingarnar því 40, töluvert færri en á árunum 2001 til 2008. Á árinu 2009 bárust samtals 59 ábendingar. Af þeim var rúmur helmingur, 58 prósent, efni þar sem börn voru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Allar ábendingar um ólöglegt efni fara til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða, að sögn Petrínu. Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni, svo sem meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa, til netþjónustuaðila til skoðunar. Petrína undirstrikar að markmiðið sé ekki einungis að ná til þeirra sem haldi úti vefsíðum með ólöglegu efni. Forvarnirnar sem í aðgerðunum felist séu ekki síður mikilvægar.jss@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Samtökunum Barnaheill – Save the Children á Íslandi bárust á síðasta ári ábendingar um íslenskar vefsíður sem vistaðar eru erlendis og hver sem er getur sett inn efni á. Þar var meðal annars að finna kynferðislegt efni, texta og myndir af íslenskum stúlkum undir lögaldri. Þetta segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. Barnaheill tók í gær, í samstarfi við SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og embætti ríkislögreglustjóra, í notkun nýjan ábendingarhnapp um ólöglegt og óviðeigandi efni tengt börnum á netinu. Með því að smella á hnappinn á www.barnaheill.is getur almenningur tilkynnt um slíkt efni. Nær 4.000 ábendingar um efni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt eða beitt kynferðisofbeldi hafa borist frá því að Barnaheill opnaði ábendingalínu árið 2001. Á síðasta ári bárust samtökunum 30 ábendingar vegna mögulegs efnis þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Af þessum ábendingum reyndust 37 prósent vera myndir sem innihéldu ofbeldi gegn börnum. Einnig bárust tíu ábendingar um óviðurkvæmilegt efni á netinu svo sem Facebook-síður, þar sem menn villtu til dæmis á sér heimildir og þóttust vera aðrir en þeir eru. Samtals voru ábendingarnar því 40, töluvert færri en á árunum 2001 til 2008. Á árinu 2009 bárust samtals 59 ábendingar. Af þeim var rúmur helmingur, 58 prósent, efni þar sem börn voru beitt kynferðislegu ofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt. Allar ábendingar um ólöglegt efni fara til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem þær eru rannsakaðar og gripið til viðeigandi aðgerða, að sögn Petrínu. Þá fara ábendingar um óviðeigandi efni, svo sem meiðyrði, hótanir eða haturstal um ákveðna hópa, til netþjónustuaðila til skoðunar. Petrína undirstrikar að markmiðið sé ekki einungis að ná til þeirra sem haldi úti vefsíðum með ólöglegu efni. Forvarnirnar sem í aðgerðunum felist séu ekki síður mikilvægar.jss@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira