Sértækar aðgerðir en ekki almennar 5. október 2011 06:00 Steingrímur J. Sigfússon segir að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Þá sé vörður staðinn um velferðarkerfið.fréttablaðið/anton HENNÝ HINZ Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. Tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs nemi 521,5 milljörðum króna á næsta ári. Það er aukning um 8 prósent á milli ára að nafnvirði, eða 4,2 prósent að raunvirði. Heildartekjur hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 29,4 prósentum í 29,6 prósent. Sú aukning er öll í frumtekjum, sem hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 28,1 í 28,4 prósent á milli ára. Forsendur fjárlaganna eru byggðar á tekjuáætlun ársins 2011, þjóðhagsspá fyrir árið 2012 og áformum um nýja tekjuöflun. Nokkuð var tekist á um þessar forsendur á þingi í gær, en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að þjóðhagsspá Hagstofunnar geri ráð fyrir 3,1 prósenti en spá Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti. Frumvarpið á síðan að endurskoða í samræmi við nýja þjóðhagsspá, sem kemur fram í október. Ekki almennar breytingarSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sagt að í frumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Tekjuöflunin byggi fyrst og fremst á sértækum aðgerðum. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir að frumvarpið boði ekki almennar skattkerfisbreytingar eða miklar breytingar á sköttum gagnvart einstaklingum. „Stóru breytingarnar eru að það er verið að lækka frádráttarbærni á iðgjöldum í séreignarsjóðum, úr fjórum í tvö prósent. Það mun að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem leggja fjögur prósent til hliðar. Þá er einnig verið að bæta við þrepi í auðlegðarskattinn, en það mun ekki koma við meginþorra fólks.“ Persónuafsláttur verður hækkaður um 5,1 prósent og verður 46.500 krónur eftir breytingu. Henný segir það í takt við kjarasamninga í vor. Þá verða þrepamörk innan tekjuskattskerfisins hækkuð um 3,5 prósent. Sú breyting, ásamt hærri auðlegðarskatti, á að ná fram því markmiði ríkisstjórnarinnar að skattkerfið verði notað, ásamt félagslegum stuðningi, til að auka jöfnuð í samfélaginu. Ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingargjald og er með því vonast til þess að svigrúm skapist til launahækkana. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte, segir að nýtt þrep í auðlegðarskatti og minni frádráttarbærni á lífeyrissjóðsgjöldum hljóti að hafa einhver áhrif á þá sem fyrir þeim verði. Ekki sé þó enn skýrt hvernig ríkisstjórnin hyggist útfæra þær tillögur. Hún segir að ekki sé um almennar skattahækkanir að ræða, ekki prósentutöluhækkun á skattþrepum. Nýr skattur á bankaEignasala á að skila ríkissjóði 7 milljörðum króna á árinu 2012. Að henni undanskilinni er stærsti einstaki nýi tekjuliðurinn fjársýsluskattur á fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og vátryggingarfélög. Skatturinn nemur 10,5 prósentum og mun skila 4,5 milljörðum króna á næsta ári. Henný segir að skatturinn sé ígildi virðisaukaskatts og slíkir skattar hafi tilhneigingu til að leita út í verðlag og þjónustugjöld. Veiðileyfagjaldið verður einnig hækkað og á sú hækkun að skila 1,5 milljörðum króna. Á fiskveiðiárinu 2009 til 2010 greiddi útgerðin 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8 milljarða króna á nýliðnu fiskveiðiári. Eftir hækkun nemur veiðigjaldið því 4,3 milljörðum króna. VerðlagsbreytingarFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ýmis gjöld hækki í takt við verðlagsbreytingar. Áætlað er að hækkun krónutölugjalda leiði til 1,9 milljarða króna tekjuaukningar fyrir ríkissjóð. Þau gjöld sem um ræðir eru: sérstakt vörugjald á bensín, olíugjald, kílómetragjald, bifreiðagjald, sérstakur skattur á raforku, áfengisgjald og tóbaksgjald. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á útvarpsgjaldi. Samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins skýrast þessar breytingar á verðlagshækkun, en gert er ráð fyrir að hún nemi 5,1 prósenti á næsta ári. Þetta hefur nokkuð verið gagnrýnt og fullyrt að um skattahækkanir sé að ræða sem bitni á almenningi. Stjórnvöld hafa á móti bent á að í fjárframlögum til einstakra stofnana sé einnig tekið tillit til vísitölubreytinga. Aukin einkaneyslaFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,2 prósent milli áranna 2011 og 2012 og þjóðarútgjöld um 4 prósent. Gert er ráð fyrir því að nafnaukning einkaneyslu nemi 7,5 prósentum. Það vegur þyngst í hækkun á vog virðisaukaskattsins milli ára, en hún nemur 7,2 prósentum að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum skili tæplega fjórum milljörðum krónum meira í tekjur á næsta ári, eða um 2,7 milljörðum króna, en reiknað er með að rúmlega sjö þúsund bílar verði fluttir til landsins. Þá er reiknað með því að sala á bensíni aukist um 2,3 prósent og á olíu um 1,2 prósent. Kolefnagjald var lagt á í ársbyrjun 2010 en aðeins til hálfs. Viðmiðunin hækkaði í 75 prósent árið 2011 en mun taka gildi að fullu á næsta ári og mun það auka tekjur ríkisins um 0,8 milljarða króna. Áfengissala hefur dregist verulega saman frá efnahagshruni en talið er að hún nái botni á árinu 2011. Gert er ráð fyrir að hún aukist um 1,5 prósent á næsta ári en tóbakssala dragist saman um 0,9 prósent. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
HENNÝ HINZ Ekki er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á skattkerfinu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Krónutöluhækkun á ýmis gjöld, nýr skattur á fjármálafyrirtæki og hækkun veiðileyfagjalds á að skapa nýjar tekjur. Gert er ráð fyrir umtalsverðri neysluaukningu sem skili fé í ríkissjóð. Tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins gerir ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs nemi 521,5 milljörðum króna á næsta ári. Það er aukning um 8 prósent á milli ára að nafnvirði, eða 4,2 prósent að raunvirði. Heildartekjur hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 29,4 prósentum í 29,6 prósent. Sú aukning er öll í frumtekjum, sem hækka sem hlutfall af landsframleiðslu úr 28,1 í 28,4 prósent á milli ára. Forsendur fjárlaganna eru byggðar á tekjuáætlun ársins 2011, þjóðhagsspá fyrir árið 2012 og áformum um nýja tekjuöflun. Nokkuð var tekist á um þessar forsendur á þingi í gær, en Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að þjóðhagsspá Hagstofunnar geri ráð fyrir 3,1 prósenti en spá Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir 2,8 prósenta hagvexti. Frumvarpið á síðan að endurskoða í samræmi við nýja þjóðhagsspá, sem kemur fram í október. Ekki almennar breytingarSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sagt að í frumvarpinu sé ekki að finna almennar skattahækkanir. Tekjuöflunin byggi fyrst og fremst á sértækum aðgerðum. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir að frumvarpið boði ekki almennar skattkerfisbreytingar eða miklar breytingar á sköttum gagnvart einstaklingum. „Stóru breytingarnar eru að það er verið að lækka frádráttarbærni á iðgjöldum í séreignarsjóðum, úr fjórum í tvö prósent. Það mun að sjálfsögðu hafa áhrif á þá sem leggja fjögur prósent til hliðar. Þá er einnig verið að bæta við þrepi í auðlegðarskattinn, en það mun ekki koma við meginþorra fólks.“ Persónuafsláttur verður hækkaður um 5,1 prósent og verður 46.500 krónur eftir breytingu. Henný segir það í takt við kjarasamninga í vor. Þá verða þrepamörk innan tekjuskattskerfisins hækkuð um 3,5 prósent. Sú breyting, ásamt hærri auðlegðarskatti, á að ná fram því markmiði ríkisstjórnarinnar að skattkerfið verði notað, ásamt félagslegum stuðningi, til að auka jöfnuð í samfélaginu. Ríkisstjórnin hyggst lækka tryggingargjald og er með því vonast til þess að svigrúm skapist til launahækkana. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte, segir að nýtt þrep í auðlegðarskatti og minni frádráttarbærni á lífeyrissjóðsgjöldum hljóti að hafa einhver áhrif á þá sem fyrir þeim verði. Ekki sé þó enn skýrt hvernig ríkisstjórnin hyggist útfæra þær tillögur. Hún segir að ekki sé um almennar skattahækkanir að ræða, ekki prósentutöluhækkun á skattþrepum. Nýr skattur á bankaEignasala á að skila ríkissjóði 7 milljörðum króna á árinu 2012. Að henni undanskilinni er stærsti einstaki nýi tekjuliðurinn fjársýsluskattur á fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og vátryggingarfélög. Skatturinn nemur 10,5 prósentum og mun skila 4,5 milljörðum króna á næsta ári. Henný segir að skatturinn sé ígildi virðisaukaskatts og slíkir skattar hafi tilhneigingu til að leita út í verðlag og þjónustugjöld. Veiðileyfagjaldið verður einnig hækkað og á sú hækkun að skila 1,5 milljörðum króna. Á fiskveiðiárinu 2009 til 2010 greiddi útgerðin 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8 milljarða króna á nýliðnu fiskveiðiári. Eftir hækkun nemur veiðigjaldið því 4,3 milljörðum króna. VerðlagsbreytingarFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að ýmis gjöld hækki í takt við verðlagsbreytingar. Áætlað er að hækkun krónutölugjalda leiði til 1,9 milljarða króna tekjuaukningar fyrir ríkissjóð. Þau gjöld sem um ræðir eru: sérstakt vörugjald á bensín, olíugjald, kílómetragjald, bifreiðagjald, sérstakur skattur á raforku, áfengisgjald og tóbaksgjald. Einnig er gert ráð fyrir hækkun á útvarpsgjaldi. Samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarpsins skýrast þessar breytingar á verðlagshækkun, en gert er ráð fyrir að hún nemi 5,1 prósenti á næsta ári. Þetta hefur nokkuð verið gagnrýnt og fullyrt að um skattahækkanir sé að ræða sem bitni á almenningi. Stjórnvöld hafa á móti bent á að í fjárframlögum til einstakra stofnana sé einnig tekið tillit til vísitölubreytinga. Aukin einkaneyslaFjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 3,2 prósent milli áranna 2011 og 2012 og þjóðarútgjöld um 4 prósent. Gert er ráð fyrir því að nafnaukning einkaneyslu nemi 7,5 prósentum. Það vegur þyngst í hækkun á vog virðisaukaskattsins milli ára, en hún nemur 7,2 prósentum að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að vörugjöld af ökutækjum skili tæplega fjórum milljörðum krónum meira í tekjur á næsta ári, eða um 2,7 milljörðum króna, en reiknað er með að rúmlega sjö þúsund bílar verði fluttir til landsins. Þá er reiknað með því að sala á bensíni aukist um 2,3 prósent og á olíu um 1,2 prósent. Kolefnagjald var lagt á í ársbyrjun 2010 en aðeins til hálfs. Viðmiðunin hækkaði í 75 prósent árið 2011 en mun taka gildi að fullu á næsta ári og mun það auka tekjur ríkisins um 0,8 milljarða króna. Áfengissala hefur dregist verulega saman frá efnahagshruni en talið er að hún nái botni á árinu 2011. Gert er ráð fyrir að hún aukist um 1,5 prósent á næsta ári en tóbakssala dragist saman um 0,9 prósent.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira