Innlent

Dagbjartur jarðsunginn

Fráfall Dagbjarts var sviplegt og líklega er óhætt að segja að allri þjóðinni hafi verið verulega brugðið.
Fráfall Dagbjarts var sviplegt og líklega er óhætt að segja að allri þjóðinni hafi verið verulega brugðið.
Dagbjartur Heiðar Arnarson verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag en hann lést á heimili sínu 23. september síðastliðinn, aðeins ellefu ára gamall.

Sviplegt fráfall Dagbjarts var þungt áfall fyrir Sandgerði, og í raun var allri þjóðinni verulega brugðið. Drengurinn hafði átt við andlega annarmarka að stríða og var lagður í mikið einelti.

Í Morgunblaðinu í dag birtast minningagreinar um Dagbjart. Þar minnast fjölskyldumeðlimir hans með hjartnæmum hætti. Þannig skrifa Guðrún, Elín, Gunnlaugur Yngvi, Guðný Björg og Ronja:

„Það er eins og gerst hafi í gær að hringingin kom og við beðnar að koma að passa Söndru því þú varst á leiðinni í heiminn og þú svo sannarlega dreifst þig því þú nánast fæddist á Miðnesheiðinni. Svo ertu bara farinn aftur, hversu réttlátt er það?"

Föðursystir Dagbjarts skrifar grein þar sem hún talar um grimmd lífsins.

„Elsku hjartagosinn minn. Ég er ekki enn farin að trúa þessu og ég veit að ég mun aldrei skilja hvernig lífið gat verið svona grimmt við svona fallegan lítinn strák. Mig langar svo að fá að taka utan um þig einu sinni enn og segja þér að mér þyki vænt um þig."

Og svo virðist sem líf Dagbjarts hafi oft verið markað grimmri baráttu fyrir lífinu sem lítil hjörtu ráða ekki alltaf við. Þannig skrifar föðursystir Dagbjarts:

„Þú þurftir að berjast fyrir lífi þínu um leið og þú tókst fyrsta andardráttinn og við vissum það öll að við þyrftum að hugsa vel um hjartað þitt. Stóra, fallega hjartað þitt, sem var svo ofsalega brothætt."

Athöfnin hefst klukkan tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×