Stúdentaráð undrandi á niðurskurði 5. október 2011 10:36 Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. „Við erum þegar með eitt fjársveltasta háskólakerfi Evrópu sem sést skýrt í nýlegri skýrslu frá OECD. Það að byggja upp háskóla eftir niðurskurð kostar mun meira en sem nemur sparnaði við að skera niður, svo ekki sé minnst á samfélagslegan skaða," segir í ályktuninni. „Þegar má á sjá - fyrir hvern kennara á félagsvísindasviði Háskólans eru 55 nemendur. Sama tala fyrir sambærilega skóla á norðurlöndunum er í kringum 10. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands kennir og útskrifar lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðisgeirans sem fara beint frá skólanum til vinnu á íslenskum spítölum og sjúkrastofnunum. Háskólinn er ábyrgur fyrir því að tryggja gæði menntunar þessa fólks og með sífellt minna fjármagni verður sífellt erfiðara að veita þessa tryggingu." Þá segir að á undanförnum árum hafi Háskólinn unnið þrekvirki. „Þrátt fyrir mjög takmarkað fjármagn hefur skólinn náð tiltölulega langt og sett markið hátt. En velgengni getur ekki viðhaldist endalaust á metnaði og vilja einum saman. Starfsfólk og stúdentar munu að lokum leita annað ef ekki fást viðunandi aðstæður í heimalandinu." „Jörðin er flöt - af hverju að læra á Íslandi? Af hverju að velja Háskóla Íslands?," spyrja stúdentar ennfremur. „Þegar leigumál eru í ólestri, samgöngur erfiðar og dýrar, verðlag almennt á uppleið, samfélag í sárum og ofan á það bætist sífellt minni áhersla stjórnvalda á háskólamenntun, hvers vegna ætti ungt fólk ekki að velja önnur samfélög til að þroskast, dafna og nema?" Fullyrða stúdentar að samfélagslegur hagnaður af háskólamenntun ungs fólks sé margfalt meiri en þeir fjármunir sem varið er til menntunar. Því megi í raun segja að hver króna sem varið er til háskólans skili sér margfalt til baka. „Enginn vill niðurskurð og fáir taka honum þegjandi. En þetta snýst ekki um að stela stærri bita af lítilli köku. Þetta snýst um að sýna ungu íslensku fólki að það sé raunverulegur vilji til að skapa því tækifæri í heimalandinu. Framfarir fást ekki nema með menntun. Við höfum allt sem til þarf til að byggja upp framúrskarandi háskólakerfi sem getur keppt við bestu skóla heimsins.Ef við viljum íslenskt menntasamfélag með tilheyrandi framförum, frumkvöðlastarfi og nýsköpun þá þarf að setja háskólamenntun í forgang. Það er ósk og ákall ungs fólks í landinu," segir einnig og að lokum: „Stöndum vörð um Háskóla Íslands." Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir undrun og skilningsleysi á því að enn og aftur skeri yfirvöld niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Í ályktun ráðsins um nýkynnt fjárlög segir að þrátt fyrir fullan skilning á því að fjármagn ríkissjóðs sé af skornum skammti þá velti ráðið fyrir sér hvers konar samfélag yfirvöld vilji byggja hér upp. „Við erum þegar með eitt fjársveltasta háskólakerfi Evrópu sem sést skýrt í nýlegri skýrslu frá OECD. Það að byggja upp háskóla eftir niðurskurð kostar mun meira en sem nemur sparnaði við að skera niður, svo ekki sé minnst á samfélagslegan skaða," segir í ályktuninni. „Þegar má á sjá - fyrir hvern kennara á félagsvísindasviði Háskólans eru 55 nemendur. Sama tala fyrir sambærilega skóla á norðurlöndunum er í kringum 10. Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands kennir og útskrifar lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðisgeirans sem fara beint frá skólanum til vinnu á íslenskum spítölum og sjúkrastofnunum. Háskólinn er ábyrgur fyrir því að tryggja gæði menntunar þessa fólks og með sífellt minna fjármagni verður sífellt erfiðara að veita þessa tryggingu." Þá segir að á undanförnum árum hafi Háskólinn unnið þrekvirki. „Þrátt fyrir mjög takmarkað fjármagn hefur skólinn náð tiltölulega langt og sett markið hátt. En velgengni getur ekki viðhaldist endalaust á metnaði og vilja einum saman. Starfsfólk og stúdentar munu að lokum leita annað ef ekki fást viðunandi aðstæður í heimalandinu." „Jörðin er flöt - af hverju að læra á Íslandi? Af hverju að velja Háskóla Íslands?," spyrja stúdentar ennfremur. „Þegar leigumál eru í ólestri, samgöngur erfiðar og dýrar, verðlag almennt á uppleið, samfélag í sárum og ofan á það bætist sífellt minni áhersla stjórnvalda á háskólamenntun, hvers vegna ætti ungt fólk ekki að velja önnur samfélög til að þroskast, dafna og nema?" Fullyrða stúdentar að samfélagslegur hagnaður af háskólamenntun ungs fólks sé margfalt meiri en þeir fjármunir sem varið er til menntunar. Því megi í raun segja að hver króna sem varið er til háskólans skili sér margfalt til baka. „Enginn vill niðurskurð og fáir taka honum þegjandi. En þetta snýst ekki um að stela stærri bita af lítilli köku. Þetta snýst um að sýna ungu íslensku fólki að það sé raunverulegur vilji til að skapa því tækifæri í heimalandinu. Framfarir fást ekki nema með menntun. Við höfum allt sem til þarf til að byggja upp framúrskarandi háskólakerfi sem getur keppt við bestu skóla heimsins.Ef við viljum íslenskt menntasamfélag með tilheyrandi framförum, frumkvöðlastarfi og nýsköpun þá þarf að setja háskólamenntun í forgang. Það er ósk og ákall ungs fólks í landinu," segir einnig og að lokum: „Stöndum vörð um Háskóla Íslands."
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira