Fleiri fréttir Vígslubiskup í Skálholti vígður í dag Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 18.9.2011 13:30 Aukaferð til Eyja á morgun Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn. 18.9.2011 11:42 Ökumenn fastir á suðurlandi Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi. 18.9.2011 11:32 Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður. 18.9.2011 09:22 Tíu gistu fangageymslur Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt. 18.9.2011 09:48 Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík verði jafnmargar hið minnsta og í fyrra. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 17.9.2011 20:34 Mánuður menntavísinda í HÍ Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans. Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði. 17.9.2011 21:00 Útihátíð fyrir matgæðinga Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík. 17.9.2011 20:30 Enginn með fyrsta vinning Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur. 17.9.2011 20:02 Milljarðatjón vegna hryðjuverkalaga Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna. 17.9.2011 20:00 Óvenjuleg veðurblíða á landinu Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu. 17.9.2011 18:19 Þingfundi slitið Þingfundi var slitið nú rétt fyrir klukkan sex. Þar með var 139. löggjafarþingi slitið. Nú fá þingmenn tveggja vikna frí frá karpi, en nýtt þing verður sett 1. október næstkomandi. 17.9.2011 18:03 Alþingismenn í ham Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi. 17.9.2011 17:27 Tvísýna um eyjasiglingar á morgun Útlit er fyrir að fella þurfi allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja niður á morgun vegna veðurs. Þorlákshöfn kæmi ekki til greina sem varahöfn. Því eru þeir sem þurfa að komast til og frá eyjum á morgun hvattir til að taka ferjuna í dag. 17.9.2011 16:42 Ný lög um Stjórnarráð Íslands samþykkt Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um Stjórnarráð Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 28 atkvæðum gegn 14. Tveir þingmenn sátu hjá. 17.9.2011 16:38 Enn skelfur Katla 7 jarðskjálftar hafa orðið við Kötlu það sem af er degi. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti 2,7 á richter. Veðurfræðingur á vakt segir ekki um óvenjulega virkni að ræða. Katla hafi töluvert hrist sig undanfarna mánuði og því ekki um óvenjulega virkni að ræða. 17.9.2011 16:13 Jón Bjarnason segir skilyrði ESB víðtæk Þau skilyrði sem Evrópusambandið setur Íslandi eru víðtækari en skilyrði annarra ríkja í aðildarviðræðum og ekki verður séð að slakað mikið sé á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér sé bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þetta segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 17.9.2011 16:00 Dópaðir slást við slökkviliðið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð við Njálsgötu vegna eldsvoða um hádegisbil í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn. 17.9.2011 15:53 Aukin fasteignakaup Níutíu og átta samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku samanborið við sjötíu og tvo samninga á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá Íslands. Heildarvelta nam rúmum tveimur komma sjö milljörðum króna og jókst um sjö hundruð milljónir milli ára. 17.9.2011 15:30 Vítisenglum vísað frá Norsk yfirvöld vísuðu þremur vítisenglum úr landi í gær þar á meðal einum Íslendingi. Mennirnir voru nýkomnir til landsins í tengslum við afmælisveislu norskra vítisengla. Íslendingurinn er þegar búinn að kæra ákvörðun norskra yfirvalda en hinir mennirnir voru frá Englandi og Frakklandi. 17.9.2011 15:30 Nýr vígslubiskup vígður á morgun Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju á morgun. Séra Kristján hlaut flest atkvæði í kjöri til vígslubiskups eða áttatíu atkvæði af hundrað fjörtíu og tveimur en kosið var á milli hans og Sigrúnar Óskarsdóttur, prests í Árbæjarkirkju. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgissiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 17.9.2011 15:00 Tjón af völdum bresku hryðjuverkalaganna um 5 milljarðar Skýrslu um áhrif bresku hryðjuverkalaganna var dreift á Alþingi í dag. Heildartjónið sem af lögunum hlaust er metið á bilinu 2 til 9 milljarðar króna, en líklegasta gildið er um 5 milljarðar. 17.9.2011 14:49 Hafró segir hvalveiðarnar sjálfbærar Í ástandsskýrslum Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að þeir hvalastofnar sem Íslendingar veiða þola verulegar veiðar. Og eru veiðarnar vel innan við sjálfbær mörk. Ákvörðun Bandaríkjamanna að beita íslenska ríkið diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða virðist ekki styðjast við vísindaleg rök. 17.9.2011 14:30 Jóhanna segir sigurinn sinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af. 17.9.2011 14:00 Heimild til að framlengja gjaldeyrishöft lögfest Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13. 17.9.2011 13:36 Össur mun styðja umsókn Palestínu Össur Skarphéðinsson mun fyrir Íslands hönd styðja umsókn Palestínu um viðurkenningu um að landið sé sjálfstætt ríki. Þessu lýsti Össur yfir í ferð sinni til Gazasvæðisins síðastliðið sumar og aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, staðfesti við fréttastofu. 17.9.2011 13:24 Neyddir til að lenda vegna veikinda farþega Flugvél Iceland Express á leið frá New York til Keflavíkur var í nótt neydd til að lenda í Goose Bay í Kanada vegna veikinda farþega. Líkur benda til þess að um mjög alvarlegt flogakast hafi verið að ræða. 17.9.2011 12:01 Fjölskyldudagur Strætó í dag Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00. 17.9.2011 11:16 Pétur Blöndal: Gjaldeyrishöftin eins og ópíum Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti gjaldeyrishöftunum við ópíum á þingfundi í dag. Hann lýsir sig andstæðan frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framlengingu gjaldeyrishaftanna. 17.9.2011 10:17 Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins. 17.9.2011 10:28 Nóttin róleg hjá lögreglu Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll. 17.9.2011 09:58 Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. 17.9.2011 08:00 Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. 17.9.2011 07:30 Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. 17.9.2011 07:30 Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. 17.9.2011 07:00 Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. 17.9.2011 06:30 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17.9.2011 06:00 Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 17.9.2011 05:30 Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. 17.9.2011 04:00 Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00 Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04 Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00 Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30 Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46 Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Vígslubiskup í Skálholti vígður í dag Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju í dag. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 18.9.2011 13:30
Aukaferð til Eyja á morgun Eimskip hafa ákveðið að sigla oftar en venjulega milli Lands og Eyja á morgun. Fimmtu ferðinni verður bætt við, kl. 14:30 frá Eyjum og 16:00 frá Landeyjahöfn. 18.9.2011 11:42
Ökumenn fastir á suðurlandi Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út laust fyrir klukkan 11 í dag. Ástæðan var ökumenn sem fest höfðu bíla sína og voru aðstoðar þurfi. 18.9.2011 11:32
Bátsferðum til Vestmannaeyja aflýst Öllum ferðum Baldurs milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Ekki er hægt að nota Þorlákshöfn við þessar aðstæður. 18.9.2011 09:22
Tíu gistu fangageymslur Tíu manns gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar af fjórir fyrir ölvunarakstur. Auk þess var einn handtekinn vegna minniháttar líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Óliver. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðborginni í nótt. 18.9.2011 09:48
Mikið um nauðungarsölur á Suðurnesjunum Nú stefnir í að nauðungarsölur hjá Sýslumanninum í Keflavík verði jafnmargar hið minnsta og í fyrra. Þá höfðu nauðungarsölur aldrei verið fleiri á svæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 17.9.2011 20:34
Mánuður menntavísinda í HÍ Menntavísindasvið Háskóla Íslands bauð í dag upp á opið hús í tilefni þess að september er mánuður menntavísinda á aldarafmæli háskólans. Grunn og framhaldsskólar hvaðanæva af landinu tóku þátt í dagskránni meðal annars með kynningu á frumsamdri tónlist, tilraunasmiðju undir leiðsögn kennara og uppistandi í hjólastól á vegum nýútskrifaðs þroskaþjálfa á Menntavísindasviði. 17.9.2011 21:00
Útihátíð fyrir matgæðinga Íslenskar sultur, pylsur, salt og sælgæti var meðal þess sem hægt var að finna á útimarkaði í tilefni matarhátíðarinnar Full borg matar sem nú fer fram í Reykjavík. 17.9.2011 20:30
Enginn með fyrsta vinning Ljóst er að fyrsti vinningur í Lottó verður fjórfaldur í næstu viku, þar sem enginn hlaut fyrsta vinning í kvöld. Fyrsti vinningur var 17.564.350 krónur. 17.9.2011 20:02
Milljarðatjón vegna hryðjuverkalaga Tjón íslenskra fyrirtækja vegna þeirrar ákvörðunar breska stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslandi árið 2008 er talið nema um fimm milljörðum króna. 17.9.2011 20:00
Óvenjuleg veðurblíða á landinu Óvenjumikil hlýindi voru á landinu öllu í dag. Hitin stóð í tveggja stafa tölu á öllum byggðum bólum, en einnig var hlýtt á hálendinu. 17.9.2011 18:19
Þingfundi slitið Þingfundi var slitið nú rétt fyrir klukkan sex. Þar með var 139. löggjafarþingi slitið. Nú fá þingmenn tveggja vikna frí frá karpi, en nýtt þing verður sett 1. október næstkomandi. 17.9.2011 18:03
Alþingismenn í ham Alþingi hefur fúnkerað sem vel smurð maskína í dag og afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðru. Það sem af er degi hefur þingið afgreitt 18 frumvörp sem lög, en þingfundur hófst klukkan 9:30 í morgun. Það gerir að meðaltali rúmlega eitt frumvarp á hálftíma. Þingmenn stefna að því að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar og slíta svo haustþingi. 17.9.2011 17:27
Tvísýna um eyjasiglingar á morgun Útlit er fyrir að fella þurfi allar ferðir Baldurs milli lands og Eyja niður á morgun vegna veðurs. Þorlákshöfn kæmi ekki til greina sem varahöfn. Því eru þeir sem þurfa að komast til og frá eyjum á morgun hvattir til að taka ferjuna í dag. 17.9.2011 16:42
Ný lög um Stjórnarráð Íslands samþykkt Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um Stjórnarráð Íslands var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 28 atkvæðum gegn 14. Tveir þingmenn sátu hjá. 17.9.2011 16:38
Enn skelfur Katla 7 jarðskjálftar hafa orðið við Kötlu það sem af er degi. Skjálftarnir hafa verið fremur litlir, sá stærsti 2,7 á richter. Veðurfræðingur á vakt segir ekki um óvenjulega virkni að ræða. Katla hafi töluvert hrist sig undanfarna mánuði og því ekki um óvenjulega virkni að ræða. 17.9.2011 16:13
Jón Bjarnason segir skilyrði ESB víðtæk Þau skilyrði sem Evrópusambandið setur Íslandi eru víðtækari en skilyrði annarra ríkja í aðildarviðræðum og ekki verður séð að slakað mikið sé á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér sé bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þetta segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 17.9.2011 16:00
Dópaðir slást við slökkviliðið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að íbúð við Njálsgötu vegna eldsvoða um hádegisbil í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn. 17.9.2011 15:53
Aukin fasteignakaup Níutíu og átta samningum vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku samanborið við sjötíu og tvo samninga á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrá Íslands. Heildarvelta nam rúmum tveimur komma sjö milljörðum króna og jókst um sjö hundruð milljónir milli ára. 17.9.2011 15:30
Vítisenglum vísað frá Norsk yfirvöld vísuðu þremur vítisenglum úr landi í gær þar á meðal einum Íslendingi. Mennirnir voru nýkomnir til landsins í tengslum við afmælisveislu norskra vítisengla. Íslendingurinn er þegar búinn að kæra ákvörðun norskra yfirvalda en hinir mennirnir voru frá Englandi og Frakklandi. 17.9.2011 15:30
Nýr vígslubiskup vígður á morgun Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir sr. Kristján Val Ingólfsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi en vígslan fer fram í Skálholtsdómkirkju á morgun. Séra Kristján hlaut flest atkvæði í kjöri til vígslubiskups eða áttatíu atkvæði af hundrað fjörtíu og tveimur en kosið var á milli hans og Sigrúnar Óskarsdóttur, prests í Árbæjarkirkju. Kristján hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunnar frá því hann var vígður til prests árið 1974. Hann þjónar nú sem sóknarprestur á Þingvöllum og er verkefnisstjóri helgissiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu. 17.9.2011 15:00
Tjón af völdum bresku hryðjuverkalaganna um 5 milljarðar Skýrslu um áhrif bresku hryðjuverkalaganna var dreift á Alþingi í dag. Heildartjónið sem af lögunum hlaust er metið á bilinu 2 til 9 milljarðar króna, en líklegasta gildið er um 5 milljarðar. 17.9.2011 14:49
Hafró segir hvalveiðarnar sjálfbærar Í ástandsskýrslum Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að þeir hvalastofnar sem Íslendingar veiða þola verulegar veiðar. Og eru veiðarnar vel innan við sjálfbær mörk. Ákvörðun Bandaríkjamanna að beita íslenska ríkið diplómatískum þvingunum vegna hvalveiða virðist ekki styðjast við vísindaleg rök. 17.9.2011 14:30
Jóhanna segir sigurinn sinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af. 17.9.2011 14:00
Heimild til að framlengja gjaldeyrishöft lögfest Frumvarp til laga um að Seðlabanki Íslands fái heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013 var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 30 atkvæðum gegn 13. 17.9.2011 13:36
Össur mun styðja umsókn Palestínu Össur Skarphéðinsson mun fyrir Íslands hönd styðja umsókn Palestínu um viðurkenningu um að landið sé sjálfstætt ríki. Þessu lýsti Össur yfir í ferð sinni til Gazasvæðisins síðastliðið sumar og aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, staðfesti við fréttastofu. 17.9.2011 13:24
Neyddir til að lenda vegna veikinda farþega Flugvél Iceland Express á leið frá New York til Keflavíkur var í nótt neydd til að lenda í Goose Bay í Kanada vegna veikinda farþega. Líkur benda til þess að um mjög alvarlegt flogakast hafi verið að ræða. 17.9.2011 12:01
Fjölskyldudagur Strætó í dag Fjölskyldudagur Strætó er haldinn í dag. Markmið viðburðarins er að kynna starfsemi Strætó, en hann er hluti af Evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. Fjölbreytt dagskrá verður við höfuðstöðvar Strætó bs. að Hesthálsi 14 milli klukkan 13:00-16:00. 17.9.2011 11:16
Pétur Blöndal: Gjaldeyrishöftin eins og ópíum Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti gjaldeyrishöftunum við ópíum á þingfundi í dag. Hann lýsir sig andstæðan frumvarpi ríkisstjórnarinnar um framlengingu gjaldeyrishaftanna. 17.9.2011 10:17
Flugfreyjur skrifa undir kjarasamning Nýr kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Samningafundur hafði þá staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun samkvæmt vef Morgunblaðsins. 17.9.2011 10:28
Nóttin róleg hjá lögreglu Nóttin var róleg hjá lögreglunni á landinu öllu. Á höfuðborgarsvæðinu gistu þrír menn fangageymslur lögreglunnar. Dælubílar slökkviliðsins voru ekki kallaðir út, en sjúkraflutningamenn fóru hins vegar í um þrjátíu útköll. 17.9.2011 09:58
Geðlæknir metur litháísku móðurina sakhæfa Litháísk kona, sem grunuð er um að hafa skilið andvana barn sitt eftir í ruslageymslu í júlí, er sakhæf samkvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem nú liggur fyrir. Endanleg ákvörðun um sakhæfi hennar er í höndum dómara að aðalmeðferð málsins lokinni. 17.9.2011 08:00
Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. 17.9.2011 07:30
Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. 17.9.2011 07:30
Gefið eftir í stóru málunum Gjaldeyrishöft verða framlengd um tvö ár í stað fjögurra og vald til að ákvarða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu milli þeirra verður áfram á höndum þingsins en ekki forsætisráðherra. Þetta eru helstu breytingarnar sem gerðar voru á tveimur umdeildum frumvörpum ríkisstjórnarinnar í gær svo nást mætti sátt um að ljúka þingstörfum í dag. Vonast er til að hægt verði að slíta þingi síðdegis. 17.9.2011 07:00
Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. 17.9.2011 06:30
Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17.9.2011 06:00
Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 17.9.2011 05:30
Eineltisfé verður deilt á alla skólana Reykjavíkurborg er hætt í samstarfi við Olweus um eineltisáætlanir í grunnskólum. Sigrún Björnsdóttir hjá menntasviði Reykjavíkur segir að undanfarin ár hafi verkefnastjóri Olweus-áætlunarinnar á Íslandi fengið fasta 2,5 milljóna króna greiðslu fyrir að veita 21 grunnskóla í Reykjavík stuðning. Skólarnir hafi unnið gegn einelti í samræmi við áætlunina. 17.9.2011 04:00
Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00
Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04
Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00
Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30
Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46
Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent