Innlent

Jóhanna segir sigurinn sinn

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sáttina um stjórnarráðsfrumvarpið hvorki vera sigur fyrir stjórnarandstöðuna né ósigur fyrir sjálfa sig. Ferill málsins sé þó til marks um að leggja eigi septemberþingið af.

Í gær náðu stjórnmálaflokkarnir á Alþingi sátt um umdeilt stjórnarráðsfrumvarp forsætisráðherra. Sáttin felst í því að Alþingi heldur valdi sínu til að ákveða fjölda ráðuneyta, en í formi þingsályktunartillögu. Upphaflega gerði frumvarp forsætisráðherra hins vegar ráð fyrir því að forsætisráðuneytinu yrði fært þetta vald. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar forsætisráðherra því hafa beðið ósigur í þessu máli.

Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar lítið vera til í þessum fullyrðingum stjórnarandstöðunnar.

Jóhanna segir stjórnina nú hafa lögfest tæki til þess að gera stjórnvöldum betur kleift að hreinsa til í stjórnsýslunni.

Septemberstubburinn svokallaði fór að miklu leyti í að ræða stjórnarráðsfrumvarpið og því var ekki hægt að afgreiða þau fjörtíu mál sem voru á dagskrá þingsins fyrr en að stjórnmálaflokkarnir komust að samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið. Jóhanna segir það tímabært að íhuga hvort leggja eigi af septemberþingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×