Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi 16. september 2011 21:00 Einar Marteinsson á bifhjólinu sínu. „Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag," sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. Evrópumót norsku Vítisenglanna fer nú fram í Noregi en um þrjúhundruð Vítisengla er í landinu. Þar er meðal annars fagnað fimmtán ára afmæli norska Vítisenglaklúbbsins. Einar segir í viðtali við Vísi að hann hafi flogið til Danmerkur og þaðan til Noregs. Þegar hann kom til landsins var hann handtekinn ásamt tveimur öðrum Vítisenglum. Þeir voru svo sendir heim í lögreglufylgd. Aftur á móti fóru alls átta íslenskir Vítisenglar til Noregs, og komust þeir allir inn í landið. Einar er ósáttur við móttökurnar, þá ekki síst vegna þess að Noregur var aðeins áningarstaður áður en hann ætlaði að ferðast til Svíþjóðar og þaðan til Þýskalands. Hann þarf því að fljúga aftur út á morgun, en í þetta skiptið til Svíþjóðar. „Ég er búinn að kæra þessa ákvörðun," segir Einar en samkvæmt norskum fjölmiðlum voru Vítisenglunum vísað úr landi á grundvelli útlendingalaga. Sjálfur segir Einar að hann hafi ekki brotið nein lög í landinu. Þá er hann ekki á skilorði og allnokkur ár síðan hann komst í kast við lögin. Þá fyrir líkamsárás. Hann segist því ekki átta sig á því hversvegna honum hafi verið snúið við, né hinum Vítisenglunum. „Það eina sem mér dettur í hug er að hinir náungarnir eru mjög þekktir í sínum heimalöndum fyrir tengsl sín við Hells Angels," sagði Einar. Spurður hvort hann búist við því að verða stöðvaður í Svíþjóð á morgun svarar hann: „Maður veit aldrei þessa dagana." Málið er keimlíkt því sem átti sér stað á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá var leiðtoga norsku Vítisenglanna meinað inngöngu í landið ásamt nokkrum öðrum Vítisenglum. Hann kærði þá ákvörðun og verður það mál þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu vikum að sögn Einars. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag," sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. Evrópumót norsku Vítisenglanna fer nú fram í Noregi en um þrjúhundruð Vítisengla er í landinu. Þar er meðal annars fagnað fimmtán ára afmæli norska Vítisenglaklúbbsins. Einar segir í viðtali við Vísi að hann hafi flogið til Danmerkur og þaðan til Noregs. Þegar hann kom til landsins var hann handtekinn ásamt tveimur öðrum Vítisenglum. Þeir voru svo sendir heim í lögreglufylgd. Aftur á móti fóru alls átta íslenskir Vítisenglar til Noregs, og komust þeir allir inn í landið. Einar er ósáttur við móttökurnar, þá ekki síst vegna þess að Noregur var aðeins áningarstaður áður en hann ætlaði að ferðast til Svíþjóðar og þaðan til Þýskalands. Hann þarf því að fljúga aftur út á morgun, en í þetta skiptið til Svíþjóðar. „Ég er búinn að kæra þessa ákvörðun," segir Einar en samkvæmt norskum fjölmiðlum voru Vítisenglunum vísað úr landi á grundvelli útlendingalaga. Sjálfur segir Einar að hann hafi ekki brotið nein lög í landinu. Þá er hann ekki á skilorði og allnokkur ár síðan hann komst í kast við lögin. Þá fyrir líkamsárás. Hann segist því ekki átta sig á því hversvegna honum hafi verið snúið við, né hinum Vítisenglunum. „Það eina sem mér dettur í hug er að hinir náungarnir eru mjög þekktir í sínum heimalöndum fyrir tengsl sín við Hells Angels," sagði Einar. Spurður hvort hann búist við því að verða stöðvaður í Svíþjóð á morgun svarar hann: „Maður veit aldrei þessa dagana." Málið er keimlíkt því sem átti sér stað á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá var leiðtoga norsku Vítisenglanna meinað inngöngu í landið ásamt nokkrum öðrum Vítisenglum. Hann kærði þá ákvörðun og verður það mál þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu vikum að sögn Einars.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira