Fleiri fréttir Alþingi kemur saman í hádeginu á morgun Alþingi fundaði til klukkan tæplega hálfníu í gærkvöld, og lauk þingfundi á síðari umræðu um samgönguáætlun til ársins 2012. Ein lög voru afgreidd frá þinginu í gær, en það voru hertar reglur um fjármálafyrirtæki sem setja fyrirtækjunum þrengri skorður í starfsemi sinni en áður. 13.6.2010 09:30 Hanna Birna fer ekki í varaformanninn Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, hyggst ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Útlit er fyrir að tvær þingkonur muni berjast um embættið. 12.6.2010 18:45 Fóru í útkall vegna hávaða - fundu þrjú grömm af kannabis Lögreglan á Akureyri fór í útkall í heimahús vegna kvörtunar um hávaða. Þegar komið var á staðinn fann lögreglan 3 grömm af kannabis. Húsráðandi var tekinn niður á stöð þar sem skýrsla var tekin af honum. 12.6.2010 20:44 Enginn með allar tölur réttar í lottó Enginn var með allar tölur í lottóinu réttar í kvöld. Tölurnar voru 8, 14, 17, 22, 28 og bónustalan 39. Einn var með Bónusvinninginn réttan en sá miði var keyptur í Hagkaupum Smáralind. 12.6.2010 20:23 Æstir í lúxusinn þrátt fyrir hrunið Ekki hefur dregið úr spurn eftir lúxusvarningi eins og skartgripum og dýrum úrum þrátt fyrir efnahagshrunið og seljast þessar vörur sem aldrei fyrr. Hjá úrsmíðameistara á Laugaveginum er langur biðlisti efitr Rolex úrum sem kosta á aðra milljón. 12.6.2010 19:00 Hanna Birna íhugar að verða forseti borgarstjórnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, íhugar nú alvarlega að taka að sér embætti forseta borgarstjórnar, samkvæmt heimildum fréttastofu, en meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar bauð henni að taka að sér embættið og hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við minnihlutann í ýmsum málum. 12.6.2010 16:43 Þyrla og varðskip leituðu að veiðibát - var ekki með kveikt á talstöðinni Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað. 12.6.2010 16:05 Dádýrshausinn kominn í leitirnar Dádýrshausinn og framhlaðningurinn sem Vísir sagði frá 7.júní síðastliðinn eru fundnir. Þjófar brutust inn í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Árnessýslu í maímánuði og höfðu á brott með sér forláta dádýrshaus og ævagamla byssu. Það var lögreglan í Reykjavík sem gómaði þjófana um miðjan maí og voru þeir á stolnum bíl. Byssan fannst hjá þjófunum en eitthvað virðist dádýrshausinn hafa misfarist hjá þjófunum. 12.6.2010 14:40 Rifill sprakk í andlit manns Riffill sprakk framan í andlitið á skotmanni á skotæfingasvæði Skotfélags Keflavíkur og nágrennis skömmu fyrir hádegið. Maðurinn er með minniháttar meiðsli í andliti en var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þar verða augun á honum skoðuð betur, samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum. 12.6.2010 13:39 „Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni“ „Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni," sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, við útskrift tæplega 1800 kandídata í dag. Þetta er mesti fjöldi sem hefur verið brautskráður frá skólanum. Kristín benti á stefnumörkun annarra þjóða sem líta á háskólamenntun sem hluta af langtímalausn efnahagsvanda. 12.6.2010 12:59 Samþykktu frumvarp um fjármálafyrirtæki Alþingi samþykkti nú rétt í þessu frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið ekki ríkisstjórnina. 12.6.2010 11:08 Stöðuvatn getur valdið hlaupi niður Gígjökul Stöðuvatn hefur myndast á botni stóra gígsins á Eyjafjallajökli en það er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp frá jöðrum þess. Vísindamenn skoðuðu svæðið í gær og náðu gufubólstrarnir þá stöku sinnum upp úr gígnum. 12.6.2010 09:27 Sælgætisverksmiðja horfin í Hafnarfirði Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. 12.6.2010 06:00 Dofri formaður Græna netsins Dofri Hermannsson var kjörinn formaður Græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, á aðalfundi þess fyrr í dag. Hann tekur við af Merði Árnasyni sem hefur verið formaður félagsins frá stofnun haustið 2007. 12.6.2010 14:49 Birkir Jón: Til hamingju Ísland Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist vera mjög glaður í dag að hafa náð þeim áfanga að fara greiða atkvæði um stjórnlagaþing. „Hér er verið að ná lýðræðisumbótum í okkar samfélagi,“ sagði Birkir Jón og sagði það sögulegt skref í sögu lýðveldisins. Hann sagði það mikilvægt að þing og þjóð gangi í takt og endaði á orðunum: „Ég segi til hamingju Ísland." 12.6.2010 11:28 Hundagelt á Suðurnesjum - róleg nótt að öðru leyti Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynning um hundagelt úr húsi á Ásbrú um eitt leytið í nótt, en hvutti virtist róast fljótlega eftir tilkynninguna og hefur líklega farið út til að pissa að sögn varðstjóra. Annars var rólegt að öðru leyti hjá helstu lögregluembættum landsins. Þó var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur á suðurnesjum, og annar sem keyrði of hratt. 12.6.2010 09:28 Sumir eru í afneitun Verulega er farið að þrengja að fólki, bæði þeim sem bitu á jaxlinn þegar kreppan skall á haustið 2008 og tóku út séreignarsparnað sinn sem og barnafólki í skuldavanda. 12.6.2010 06:45 Greiða atkvæði um stjórnlagaþing Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Meðal annars verða greidd atkvæði um stjórnlagaþing að lokinni annarri umræðu og um breytingatillöguna. Í henni felst að boða eigi til þúsund manna þjóðfundar áður en stjórnlagaþing kæmi saman og að sérstök fagnefnd fari yfir niðurstöður fundarins. 12.6.2010 10:17 Aldrei fleiri útskrifast úr Háskóla Íslands Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll í dag. Heildarfjöldi kandídata að þessu sinni er 1.780, sem er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá Háskóla Íslands. 12.6.2010 09:33 Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. 12.6.2010 06:15 Fækkun sparar 360 milljónir Stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað um þrjú með sameiningu ráðuneyta. 12.6.2010 06:00 Óþolandi að fá ekki sömu upplýsingar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir óþolandi að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi fengið kynningu á fjárlagavinnu ríkisstjórnarinnar og þeirri forgangsröðun sem þar er unnið út frá. 12.6.2010 05:15 Rætt um að loka fyrir alla umferð „Um 20 þúsund manns koma að skoða bjargið á hverju sumri og það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á svona aðstöðu," segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hafnar eru umræður um endurbætur á merkingum og aðstöðu ferðafólks við Látrabjarg eftir að ferðamaður hrapaði þar til bana í vikunni. 12.6.2010 04:45 Pétur Sigurgeirsson jarðsunginn Herra Pétur Sigurgeirsson biskup var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Prestar í jarðarförinni voru séra Kristján Valur Ingólfsson og herra Karl Sigurbjörnsson biskup, sem jarðsöng. 12.6.2010 04:15 Fundargerðir ASÍ verða ekki birtar Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir aðspurður að fundargerðir miðstjórnar sambandsins verði ekki birtar opinberlega. 12.6.2010 04:00 Hafna herferð gegn lúpínu „Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á," segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri Skógræktar ríkisins, um fram komnar tillögur um eyðingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. 12.6.2010 04:00 Bygging Landspítala í félag Alþingi hefur samþykkt samþykkt stofnun nýs opinbers hlutafélags vegna byggingar nýs Landspítala. Félagið hefur rekstur 1. júlí og er hlutafélaginu ætlað að standa að undirbúningi og útboði á byggingu spítalans. 12.6.2010 04:00 Lést vegna ofneyslu og höfuðhöggs 12.6.2010 03:15 Fleiri vilja norður í háskólanám Háskólanum á Akureyri bárust tæpar 1.100 umsóknir fyrir næsta skólaár, sem er talsverð aukning frá fyrri árum. Heildarfjöldi nemenda er nú um 1.500. 12.6.2010 03:00 Unnu samfleytt í yfir 20 tíma Margir björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu vaktina samfleytt í meira en 20 tíma á fimmtudag. 12.6.2010 02:45 Mikil fjölgun í Háskóla Íslands Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgar um átján prósent á milli ára. 12.6.2010 02:00 Dregið úr notkun á kvikasilfri 12.6.2010 02:00 Maður skallaður við barinn Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skalla annan mann á bar. 12.6.2010 02:00 Nefnd rannsaki Icesave-málið 12.6.2010 01:30 Keilir útskrifar á Akureyri Keilir brautskráði tuttugu og einn einkaþjálfara, sem stunduðu nám við starfsstöð Keilis á Akureyri. Þetta var fyrsta brautskráning Keilis utan Ásbrúar í Reykjanesbæ. 12.6.2010 01:30 Gæðavottun til rækjuvinnslu Rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði fékk nýlega BRC (British Retail Consortium) gæðavottun. Vottunin gerir fyrirtækinu kleift að selja vörur sínar til flestra kröfuhörðustu kaupenda rækju á Bretlandsmarkaði. 12.6.2010 01:00 Kviknaði í Selósi út frá rafmagni Það kviknaði í trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi á miðvikudaginn út frá rafmagni í vinnuaðstöðu við lakkklefa, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lögreglu. Talið er að um óhapp hafi verið að ræða. Rannsókn heldur áfram á Selfossi. 11.6.2010 22:05 Jón ætlar að svíkjaloforðið um aðgerðaleysi Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri, segist ætla að svíkja loforð sitt um að gera ekki neitt, þegar hann sest í borgastjórastólinn. Þetta kom fram í viðtali við Auðunn Blöndal á Stöð 2 í kvöld. 11.6.2010 20:04 Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing nær væntanlega fram að ganga fyrir sumarleyfi Alþingis, eftir að komið var til móts við Sjálftæðismenn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að frumvarp um breytingar á stjórnarskrá geti legið fyrir eftir tvö ár. 11.6.2010 18:38 Bifreið mögulega ónýt eftir aftanákeyrslu 11.6.2010 22:12 Eva Joly reiðubúin í forsetaframboð Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknar, segist reiðubúin til að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 ef græningjaflokkurinn þar í landi styður hana. 11.6.2010 20:55 Árni Bergmann sæmdur vináttuorðu Rússlands Árni Bergmann rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri var í dag, á þjóðardegi Rússa, sæmdur vináttuorðu Rússlands. 11.6.2010 18:52 Boðað til mótmæla vegna ráðningar bæjarstjóra í Hafnarfirði Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Hafnarborg á mánudaginn þegar ný bæjarstjórn kemur saman. Ástæðan er ráðning Lúðvíks Geirssonar, sem bæjarstjóra en hann datt út úr bæjarstjórn í kosningunum þar sem hann sat í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar. 11.6.2010 15:21 Tjaldborg við Alþingi Hópur fólks reisti tjaldborg framan við Alþingi í dag til að mótmæla skorti á alvöru lausnum fyrir heimilin. Skorað var á þingheim að vinna í þágu almennings. 11.6.2010 18:45 Hlunnindi starfsmanna OR tekin til endurskoðunar Hlunnindi starfsmanna Orkuveitunnar hafa verið tekin til endurskoðunar að sögn Hjörleifs Kvarans, forstjóra Orkuveitunnar. Ástæðan er Benz bifreið sem var keypt á dögunum fyrir fjármálastjóra fyrirtækisins en upphaflega var greint frá málinu í DV. 11.6.2010 16:24 Sjá næstu 50 fréttir
Alþingi kemur saman í hádeginu á morgun Alþingi fundaði til klukkan tæplega hálfníu í gærkvöld, og lauk þingfundi á síðari umræðu um samgönguáætlun til ársins 2012. Ein lög voru afgreidd frá þinginu í gær, en það voru hertar reglur um fjármálafyrirtæki sem setja fyrirtækjunum þrengri skorður í starfsemi sinni en áður. 13.6.2010 09:30
Hanna Birna fer ekki í varaformanninn Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, hyggst ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Útlit er fyrir að tvær þingkonur muni berjast um embættið. 12.6.2010 18:45
Fóru í útkall vegna hávaða - fundu þrjú grömm af kannabis Lögreglan á Akureyri fór í útkall í heimahús vegna kvörtunar um hávaða. Þegar komið var á staðinn fann lögreglan 3 grömm af kannabis. Húsráðandi var tekinn niður á stöð þar sem skýrsla var tekin af honum. 12.6.2010 20:44
Enginn með allar tölur réttar í lottó Enginn var með allar tölur í lottóinu réttar í kvöld. Tölurnar voru 8, 14, 17, 22, 28 og bónustalan 39. Einn var með Bónusvinninginn réttan en sá miði var keyptur í Hagkaupum Smáralind. 12.6.2010 20:23
Æstir í lúxusinn þrátt fyrir hrunið Ekki hefur dregið úr spurn eftir lúxusvarningi eins og skartgripum og dýrum úrum þrátt fyrir efnahagshrunið og seljast þessar vörur sem aldrei fyrr. Hjá úrsmíðameistara á Laugaveginum er langur biðlisti efitr Rolex úrum sem kosta á aðra milljón. 12.6.2010 19:00
Hanna Birna íhugar að verða forseti borgarstjórnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, íhugar nú alvarlega að taka að sér embætti forseta borgarstjórnar, samkvæmt heimildum fréttastofu, en meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar bauð henni að taka að sér embættið og hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við minnihlutann í ýmsum málum. 12.6.2010 16:43
Þyrla og varðskip leituðu að veiðibát - var ekki með kveikt á talstöðinni Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað. 12.6.2010 16:05
Dádýrshausinn kominn í leitirnar Dádýrshausinn og framhlaðningurinn sem Vísir sagði frá 7.júní síðastliðinn eru fundnir. Þjófar brutust inn í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Árnessýslu í maímánuði og höfðu á brott með sér forláta dádýrshaus og ævagamla byssu. Það var lögreglan í Reykjavík sem gómaði þjófana um miðjan maí og voru þeir á stolnum bíl. Byssan fannst hjá þjófunum en eitthvað virðist dádýrshausinn hafa misfarist hjá þjófunum. 12.6.2010 14:40
Rifill sprakk í andlit manns Riffill sprakk framan í andlitið á skotmanni á skotæfingasvæði Skotfélags Keflavíkur og nágrennis skömmu fyrir hádegið. Maðurinn er með minniháttar meiðsli í andliti en var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þar verða augun á honum skoðuð betur, samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum. 12.6.2010 13:39
„Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni“ „Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni," sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, við útskrift tæplega 1800 kandídata í dag. Þetta er mesti fjöldi sem hefur verið brautskráður frá skólanum. Kristín benti á stefnumörkun annarra þjóða sem líta á háskólamenntun sem hluta af langtímalausn efnahagsvanda. 12.6.2010 12:59
Samþykktu frumvarp um fjármálafyrirtæki Alþingi samþykkti nú rétt í þessu frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið ekki ríkisstjórnina. 12.6.2010 11:08
Stöðuvatn getur valdið hlaupi niður Gígjökul Stöðuvatn hefur myndast á botni stóra gígsins á Eyjafjallajökli en það er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp frá jöðrum þess. Vísindamenn skoðuðu svæðið í gær og náðu gufubólstrarnir þá stöku sinnum upp úr gígnum. 12.6.2010 09:27
Sælgætisverksmiðja horfin í Hafnarfirði Sælgætisgerðarmaðurinn Jóhannes G. Bjarnason stendur ráðþrota frammi fyrir dularfullu hvarfi lífsviðurværis síns til margra ára; heilli brjóstsykursverksmiðju sem gufaði upp í Hafnarfirði síðasta sumar. Hann kærði málið sem þjófnað en lögregla hefur nú fellt málið niður. 12.6.2010 06:00
Dofri formaður Græna netsins Dofri Hermannsson var kjörinn formaður Græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, á aðalfundi þess fyrr í dag. Hann tekur við af Merði Árnasyni sem hefur verið formaður félagsins frá stofnun haustið 2007. 12.6.2010 14:49
Birkir Jón: Til hamingju Ísland Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist vera mjög glaður í dag að hafa náð þeim áfanga að fara greiða atkvæði um stjórnlagaþing. „Hér er verið að ná lýðræðisumbótum í okkar samfélagi,“ sagði Birkir Jón og sagði það sögulegt skref í sögu lýðveldisins. Hann sagði það mikilvægt að þing og þjóð gangi í takt og endaði á orðunum: „Ég segi til hamingju Ísland." 12.6.2010 11:28
Hundagelt á Suðurnesjum - róleg nótt að öðru leyti Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynning um hundagelt úr húsi á Ásbrú um eitt leytið í nótt, en hvutti virtist róast fljótlega eftir tilkynninguna og hefur líklega farið út til að pissa að sögn varðstjóra. Annars var rólegt að öðru leyti hjá helstu lögregluembættum landsins. Þó var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur á suðurnesjum, og annar sem keyrði of hratt. 12.6.2010 09:28
Sumir eru í afneitun Verulega er farið að þrengja að fólki, bæði þeim sem bitu á jaxlinn þegar kreppan skall á haustið 2008 og tóku út séreignarsparnað sinn sem og barnafólki í skuldavanda. 12.6.2010 06:45
Greiða atkvæði um stjórnlagaþing Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Meðal annars verða greidd atkvæði um stjórnlagaþing að lokinni annarri umræðu og um breytingatillöguna. Í henni felst að boða eigi til þúsund manna þjóðfundar áður en stjórnlagaþing kæmi saman og að sérstök fagnefnd fari yfir niðurstöður fundarins. 12.6.2010 10:17
Aldrei fleiri útskrifast úr Háskóla Íslands Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll í dag. Heildarfjöldi kandídata að þessu sinni er 1.780, sem er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá Háskóla Íslands. 12.6.2010 09:33
Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. 12.6.2010 06:15
Fækkun sparar 360 milljónir Stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi gerir ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað um þrjú með sameiningu ráðuneyta. 12.6.2010 06:00
Óþolandi að fá ekki sömu upplýsingar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir óþolandi að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi fengið kynningu á fjárlagavinnu ríkisstjórnarinnar og þeirri forgangsröðun sem þar er unnið út frá. 12.6.2010 05:15
Rætt um að loka fyrir alla umferð „Um 20 þúsund manns koma að skoða bjargið á hverju sumri og það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á svona aðstöðu," segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hafnar eru umræður um endurbætur á merkingum og aðstöðu ferðafólks við Látrabjarg eftir að ferðamaður hrapaði þar til bana í vikunni. 12.6.2010 04:45
Pétur Sigurgeirsson jarðsunginn Herra Pétur Sigurgeirsson biskup var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Prestar í jarðarförinni voru séra Kristján Valur Ingólfsson og herra Karl Sigurbjörnsson biskup, sem jarðsöng. 12.6.2010 04:15
Fundargerðir ASÍ verða ekki birtar Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir aðspurður að fundargerðir miðstjórnar sambandsins verði ekki birtar opinberlega. 12.6.2010 04:00
Hafna herferð gegn lúpínu „Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á," segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri Skógræktar ríkisins, um fram komnar tillögur um eyðingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. 12.6.2010 04:00
Bygging Landspítala í félag Alþingi hefur samþykkt samþykkt stofnun nýs opinbers hlutafélags vegna byggingar nýs Landspítala. Félagið hefur rekstur 1. júlí og er hlutafélaginu ætlað að standa að undirbúningi og útboði á byggingu spítalans. 12.6.2010 04:00
Fleiri vilja norður í háskólanám Háskólanum á Akureyri bárust tæpar 1.100 umsóknir fyrir næsta skólaár, sem er talsverð aukning frá fyrri árum. Heildarfjöldi nemenda er nú um 1.500. 12.6.2010 03:00
Unnu samfleytt í yfir 20 tíma Margir björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu vaktina samfleytt í meira en 20 tíma á fimmtudag. 12.6.2010 02:45
Mikil fjölgun í Háskóla Íslands Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgar um átján prósent á milli ára. 12.6.2010 02:00
Maður skallaður við barinn Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skalla annan mann á bar. 12.6.2010 02:00
Keilir útskrifar á Akureyri Keilir brautskráði tuttugu og einn einkaþjálfara, sem stunduðu nám við starfsstöð Keilis á Akureyri. Þetta var fyrsta brautskráning Keilis utan Ásbrúar í Reykjanesbæ. 12.6.2010 01:30
Gæðavottun til rækjuvinnslu Rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði fékk nýlega BRC (British Retail Consortium) gæðavottun. Vottunin gerir fyrirtækinu kleift að selja vörur sínar til flestra kröfuhörðustu kaupenda rækju á Bretlandsmarkaði. 12.6.2010 01:00
Kviknaði í Selósi út frá rafmagni Það kviknaði í trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi á miðvikudaginn út frá rafmagni í vinnuaðstöðu við lakkklefa, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu lögreglu. Talið er að um óhapp hafi verið að ræða. Rannsókn heldur áfram á Selfossi. 11.6.2010 22:05
Jón ætlar að svíkjaloforðið um aðgerðaleysi Jón Gnarr, verðandi borgarstjóri, segist ætla að svíkja loforð sitt um að gera ekki neitt, þegar hann sest í borgastjórastólinn. Þetta kom fram í viðtali við Auðunn Blöndal á Stöð 2 í kvöld. 11.6.2010 20:04
Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing nær væntanlega fram að ganga fyrir sumarleyfi Alþingis, eftir að komið var til móts við Sjálftæðismenn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að frumvarp um breytingar á stjórnarskrá geti legið fyrir eftir tvö ár. 11.6.2010 18:38
Eva Joly reiðubúin í forsetaframboð Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknar, segist reiðubúin til að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 ef græningjaflokkurinn þar í landi styður hana. 11.6.2010 20:55
Árni Bergmann sæmdur vináttuorðu Rússlands Árni Bergmann rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri var í dag, á þjóðardegi Rússa, sæmdur vináttuorðu Rússlands. 11.6.2010 18:52
Boðað til mótmæla vegna ráðningar bæjarstjóra í Hafnarfirði Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Hafnarborg á mánudaginn þegar ný bæjarstjórn kemur saman. Ástæðan er ráðning Lúðvíks Geirssonar, sem bæjarstjóra en hann datt út úr bæjarstjórn í kosningunum þar sem hann sat í sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar. 11.6.2010 15:21
Tjaldborg við Alþingi Hópur fólks reisti tjaldborg framan við Alþingi í dag til að mótmæla skorti á alvöru lausnum fyrir heimilin. Skorað var á þingheim að vinna í þágu almennings. 11.6.2010 18:45
Hlunnindi starfsmanna OR tekin til endurskoðunar Hlunnindi starfsmanna Orkuveitunnar hafa verið tekin til endurskoðunar að sögn Hjörleifs Kvarans, forstjóra Orkuveitunnar. Ástæðan er Benz bifreið sem var keypt á dögunum fyrir fjármálastjóra fyrirtækisins en upphaflega var greint frá málinu í DV. 11.6.2010 16:24