Samþykktu frumvarp um fjármálafyrirtæki 12. júní 2010 11:08 Alþingi samþykkti í morgun frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið, ekki ríkisstjórnina. Frumvarpið var samþykkt með breytingartillögu meirihlutans með 49 samhljóða atkvæðum og voru allar breytingartillögur minnihlutans felldar. Magnús Orri Schram. Samfylkingu, sagði frumvarpið gott og mikilvægt skref í framtíðina og Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, sagði hænuskrefin vera af hinu góða.Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, komst svo að orði við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að gjörbreyttur andi væri yfir umræðum þingsins í málinu og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði eftir því tekið að umræðan hefði verið málefnaleg og góð. Í frumvarpinu er meðal annars tekið á lánveitingum fjármálafyrirtækja. Þar er lagt bann við lánveitingum með veði í hlutabréfum lánveitandans, og sömuleiðis við áhættulánveitingum til eigenda, stjórnarmanna og lykilstarfsmanna nema gegn traustum tryggingum. Í frumvarpinu er jafnframt tekið á ýmsum öðrum þáttum í rekstri fjármálafyrirtækja. Þar er nánar kveðið á um náin tengsl viðskiptamanna, hlutafé fyrirtækjanna, upplýsingagjöf, áhættu og innri endurskoðun fjármálafyrirtækja en var í gömlu lögunum. Þá er einnig fjallað um hæfi aðila til að fara með eignarhlut í fjármálastofnunum og heimild til að greiða út starfslokasamninga. Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns hreyfingarinnar, um að fjármálafyrirtækjum væri ekki veitt bæði starfsleyfi sem viðskiptabanki og fjárfestingabanki var felld, en samhugur var í þingmönnum um að skoða tillöguna nánar. Þó samstaða hafi verið um að samþykkja frumvarpið kom þó fram gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki væri tekið á dreifðu eignarhaldi fjármálastofnana og Guðlaugur Þór sagði frumvarpið aðeins lítið skref í rétta átt. Nefnd verður skipuð um að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu fjármálakerfisins. Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið, ekki ríkisstjórnina. Frumvarpið var samþykkt með breytingartillögu meirihlutans með 49 samhljóða atkvæðum og voru allar breytingartillögur minnihlutans felldar. Magnús Orri Schram. Samfylkingu, sagði frumvarpið gott og mikilvægt skref í framtíðina og Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, sagði hænuskrefin vera af hinu góða.Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, komst svo að orði við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að gjörbreyttur andi væri yfir umræðum þingsins í málinu og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði eftir því tekið að umræðan hefði verið málefnaleg og góð. Í frumvarpinu er meðal annars tekið á lánveitingum fjármálafyrirtækja. Þar er lagt bann við lánveitingum með veði í hlutabréfum lánveitandans, og sömuleiðis við áhættulánveitingum til eigenda, stjórnarmanna og lykilstarfsmanna nema gegn traustum tryggingum. Í frumvarpinu er jafnframt tekið á ýmsum öðrum þáttum í rekstri fjármálafyrirtækja. Þar er nánar kveðið á um náin tengsl viðskiptamanna, hlutafé fyrirtækjanna, upplýsingagjöf, áhættu og innri endurskoðun fjármálafyrirtækja en var í gömlu lögunum. Þá er einnig fjallað um hæfi aðila til að fara með eignarhlut í fjármálastofnunum og heimild til að greiða út starfslokasamninga. Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns hreyfingarinnar, um að fjármálafyrirtækjum væri ekki veitt bæði starfsleyfi sem viðskiptabanki og fjárfestingabanki var felld, en samhugur var í þingmönnum um að skoða tillöguna nánar. Þó samstaða hafi verið um að samþykkja frumvarpið kom þó fram gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki væri tekið á dreifðu eignarhaldi fjármálastofnana og Guðlaugur Þór sagði frumvarpið aðeins lítið skref í rétta átt. Nefnd verður skipuð um að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu fjármálakerfisins.
Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira