Samþykktu frumvarp um fjármálafyrirtæki 12. júní 2010 11:08 Alþingi samþykkti í morgun frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið, ekki ríkisstjórnina. Frumvarpið var samþykkt með breytingartillögu meirihlutans með 49 samhljóða atkvæðum og voru allar breytingartillögur minnihlutans felldar. Magnús Orri Schram. Samfylkingu, sagði frumvarpið gott og mikilvægt skref í framtíðina og Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, sagði hænuskrefin vera af hinu góða.Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, komst svo að orði við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að gjörbreyttur andi væri yfir umræðum þingsins í málinu og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði eftir því tekið að umræðan hefði verið málefnaleg og góð. Í frumvarpinu er meðal annars tekið á lánveitingum fjármálafyrirtækja. Þar er lagt bann við lánveitingum með veði í hlutabréfum lánveitandans, og sömuleiðis við áhættulánveitingum til eigenda, stjórnarmanna og lykilstarfsmanna nema gegn traustum tryggingum. Í frumvarpinu er jafnframt tekið á ýmsum öðrum þáttum í rekstri fjármálafyrirtækja. Þar er nánar kveðið á um náin tengsl viðskiptamanna, hlutafé fyrirtækjanna, upplýsingagjöf, áhættu og innri endurskoðun fjármálafyrirtækja en var í gömlu lögunum. Þá er einnig fjallað um hæfi aðila til að fara með eignarhlut í fjármálastofnunum og heimild til að greiða út starfslokasamninga. Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns hreyfingarinnar, um að fjármálafyrirtækjum væri ekki veitt bæði starfsleyfi sem viðskiptabanki og fjárfestingabanki var felld, en samhugur var í þingmönnum um að skoða tillöguna nánar. Þó samstaða hafi verið um að samþykkja frumvarpið kom þó fram gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki væri tekið á dreifðu eignarhaldi fjármálastofnana og Guðlaugur Þór sagði frumvarpið aðeins lítið skref í rétta átt. Nefnd verður skipuð um að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu fjármálakerfisins. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að frumvarpið væri hænuskref í rétta átt. Ríkisstjórnin hefði enga framtíðarsýn fyrir fyrirtæki og banka. Forseti alþingis minnti hann þó á að tala um frumvarpið, ekki ríkisstjórnina. Frumvarpið var samþykkt með breytingartillögu meirihlutans með 49 samhljóða atkvæðum og voru allar breytingartillögur minnihlutans felldar. Magnús Orri Schram. Samfylkingu, sagði frumvarpið gott og mikilvægt skref í framtíðina og Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, sagði hænuskrefin vera af hinu góða.Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, komst svo að orði við atkvæðagreiðslu um frumvarpið að gjörbreyttur andi væri yfir umræðum þingsins í málinu og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði eftir því tekið að umræðan hefði verið málefnaleg og góð. Í frumvarpinu er meðal annars tekið á lánveitingum fjármálafyrirtækja. Þar er lagt bann við lánveitingum með veði í hlutabréfum lánveitandans, og sömuleiðis við áhættulánveitingum til eigenda, stjórnarmanna og lykilstarfsmanna nema gegn traustum tryggingum. Í frumvarpinu er jafnframt tekið á ýmsum öðrum þáttum í rekstri fjármálafyrirtækja. Þar er nánar kveðið á um náin tengsl viðskiptamanna, hlutafé fyrirtækjanna, upplýsingagjöf, áhættu og innri endurskoðun fjármálafyrirtækja en var í gömlu lögunum. Þá er einnig fjallað um hæfi aðila til að fara með eignarhlut í fjármálastofnunum og heimild til að greiða út starfslokasamninga. Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns hreyfingarinnar, um að fjármálafyrirtækjum væri ekki veitt bæði starfsleyfi sem viðskiptabanki og fjárfestingabanki var felld, en samhugur var í þingmönnum um að skoða tillöguna nánar. Þó samstaða hafi verið um að samþykkja frumvarpið kom þó fram gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki væri tekið á dreifðu eignarhaldi fjármálastofnana og Guðlaugur Þór sagði frumvarpið aðeins lítið skref í rétta átt. Nefnd verður skipuð um að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu fjármálakerfisins.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira