Innlent

Nefnd rannsaki Icesave-málið

Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillögunnar.
Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillögunnar.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þings­ályktunartillögu um skipan rannsóknarnefndar sem rannsaki embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave-málsins.

Nefndinni er ætlað að leggja mat á hvort einstakir ráðherrar, eða embættismenn á þeirra vegum, hafi fylgt lagareglum, brotið starfsreglur eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu. Nefndin fái allar þær rannsóknarheimildir í hendur sem henni eru nauðsynlegar og skili af sér eigi síðar en 1. janúar 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×