Innlent

Alþingi kemur saman í hádeginu á morgun

Alþingi fundaði til klukkan tæplega hálfníu í gærkvöld, og lauk þingfundi á síðari umræðu um samgönguáætlun til ársins 2012. Ein lög voru afgreidd frá þinginu í gær, en það voru hertar reglur um fjármálafyrirtæki sem setja fyrirtækjunum þrengri skorður í starfsemi sinni en áður.

Þá bar einnig hátt sú samstaða sem ríkti í þinginu um breytingar á frumvarpi um stjórnlagaþing. Þingið lauk einnig fyrstu umræðu um iðnaðarmálagjald, og gengur frumvarp þar að lútandi nú til iðnaðarmálanefndar og annarar umræðu.

Umræðum og atkvæðagreiðslum um fjölmörg mál var frestað áður en þau voru til lykta leidd, en þingið fundar næst á hádegi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×