Innlent

Stöðuvatn getur valdið hlaupi niður Gígjökul

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull
Stöðuvatn hefur myndast á botni stóra gígsins á Eyjafjallajökli en það er um 300 metra breitt. Gufu leggur upp frá jöðrum þess. Vísindamenn skoðuðu svæðið í gær og náðu gufubólstrarnir þá stöku sinnum upp úr gígnum.

Vestast í ígveggnum, ofan við vatnsborðið, má sjá lítinn en brúnleitan mökk leggja upp af tveimur litlum opum. Brennisteinsútfellingar hafa myndast við gufuaugu í hrauntaumum, rétt neðan gígskálarinnar.

Óróinn á næstu skjálftastöðvum er lágur. Þá getur vatnið sem safnast hefur í megingígnum valdið hlaupi niður Gígjökul á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×