Innlent

Mikil fjölgun í Háskóla Íslands

Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgar um átján prósent á milli ára.

Mest er fjölgun í jarðeðlisfræði, kínversku, frönsku, efnaverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, lífefnafræði, alþjóðlegu námi í menntunarfræði, matvælafræði, tannsmíðum og geislafræði. Í öllum þessum greinum er fjölgunin yfir 100 prósentum.

Sé fimm sviðum skólans skipt niður er fjölgunin mest á heilbrigðisvísindasviði, eða 31 prósent. Minnst á félagsvísindasviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×