Hafna herferð gegn lúpínu 12. júní 2010 04:00 Skiptar skoðanir eru á því hvaða áhrif lúpína hafi á umhverfið og hvort og þá hvernig bregðast skuli við. Fréttablaðið/Valli „Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á," segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri Skógræktar ríkisins, um fram komnar tillögur um eyðingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. Forráðamenn Skógræktarinnar óskuðu eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra eftir að hún hafði kynnt skýrslu með tillögum frá Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þær gera meðal annars ráð fyrir að gerð verði lagabreyting þannig að ræktun lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Þá er lagt til að dreifingu alaskalúpínu verði hætt nema á þeim svæðum þar sem Landgræðsla ríkisins gerir tillögur um að megi nota hana við uppgræðslu og til að undirbúa rýrt land undir ræktun. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við lúpínuna. Tiltæk ráð til að uppræta hana eru helst nefnd beit, sláttur og úðun eiturefna. Umhverfisráðherra óskaði eftir greinargerð frá Skógræktinni um skýrsluna. Þeirri greinargerð var skilað fyrr í þessum mánuði. Jón kveðst vænta þess að hún verði kynnt á sama veg og ofangreindar tillögur Landgræðslunnar og NÍ. „Grunnurinn að þessum tillögur er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni," segir Jón. „Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða." Jón bendir á að fyrir fimmtán árum hafi verið gert kort yfir útbreiðslu lúpínu í kringum Heiðmörk. Hægast væri að gera samanburðarrannsókn á stöðunni nú. Út frá því væri sannanlega hægt að sjá hvort hún væri búin að kæfa annan gróður eða sýna aðra ógnvænlega tilburði. „Með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nær ekki að þroska fræ, hvað þá annað, er verið að koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land. Sagt er að hún vaði yfir lyng. Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður." Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
„Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á," segir Jón Loftsson, skógræktarstjóri Skógræktar ríkisins, um fram komnar tillögur um eyðingu og heftingu á útbreiðslu lúpínu. Forráðamenn Skógræktarinnar óskuðu eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra eftir að hún hafði kynnt skýrslu með tillögum frá Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þær gera meðal annars ráð fyrir að gerð verði lagabreyting þannig að ræktun lúpínu verði algerlega bönnuð í yfir 400 metra hæð yfir sjó í stað 500 metra áður. Þá er lagt til að dreifingu alaskalúpínu verði hætt nema á þeim svæðum þar sem Landgræðsla ríkisins gerir tillögur um að megi nota hana við uppgræðslu og til að undirbúa rýrt land undir ræktun. Skipa á sérstaka aðgerðastjórn vegna baráttunnar við lúpínuna. Tiltæk ráð til að uppræta hana eru helst nefnd beit, sláttur og úðun eiturefna. Umhverfisráðherra óskaði eftir greinargerð frá Skógræktinni um skýrsluna. Þeirri greinargerð var skilað fyrr í þessum mánuði. Jón kveðst vænta þess að hún verði kynnt á sama veg og ofangreindar tillögur Landgræðslunnar og NÍ. „Grunnurinn að þessum tillögur er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni," segir Jón. „Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða." Jón bendir á að fyrir fimmtán árum hafi verið gert kort yfir útbreiðslu lúpínu í kringum Heiðmörk. Hægast væri að gera samanburðarrannsókn á stöðunni nú. Út frá því væri sannanlega hægt að sjá hvort hún væri búin að kæfa annan gróður eða sýna aðra ógnvænlega tilburði. „Með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nær ekki að þroska fræ, hvað þá annað, er verið að koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land. Sagt er að hún vaði yfir lyng. Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður."
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira