Innlent

Rifill sprakk í andlit manns

Riffill sprakk framan í andlitið á skotmanni á skotæfingasvæði Skotfélags Keflavíkur og nágrennis skömmu fyrir hádegið. Maðurinn er með minniháttar meiðsli í andliti en var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Þar verða augun á honum skoðuð betur, samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum.

Ekki er vitað hvers vegna riffillinn sprakk en málið er í rannsókn hjá lögreglunni. Maðurinn er ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×