Innlent

Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing

Útþynnt útgáfa af frumvarpi um stjórnlagaþing nær væntanlega fram að ganga fyrir sumarleyfi Alþingis, eftir að komið var til móts við Sjálftæðismenn. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að frumvarp um breytingar á stjórnarskrá geti legið fyrir eftir tvö ár.

Ríkisstjórnin komst hvorki lönd né strönd síðast liðið sumar með frumvarp um stjórnlagaþing, sem ætlað er að koma fram með tillögur um breytingar á stjórnarskránni.

Sjálfstæðismenn lögðust í málþóf vegna málsins en frumvarp sem þá var til umræðu naut stuðnings allra annarra flokka á Alþingi. Nú liggur bíður nýtt frumvarp afgreiðslu en það er töluvert útþynnt frá fyrra frumvarpi. Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að það verði afgreitt fyrir sumarleyfi í næstu viku.

Í gærkvöldi náðist samkomulag stjórnarliða og Sjálfstæðisflokks um að boðað verði til þjóðfundar um málið þar sem kallað verði eftir hugmyndum um breytingar á stjórnarskránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×