Innlent

Maður skallaður við barinn

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skalla annan mann á bar.

Manninum er gefið að sök að hafa á síðasta ári, á veitinga- og skemmtistaðnum Paddy"s í Reykjanesbæ, skallað annan mann í andlitið þar sem þeir stóðu við barinn á veitingastaðnum. Maðurinn sem fyrir árásinni varð nefbrotnaði.

Maðurinn sem ráðist var á krefur leggur fram fyrir dómi skaðabótakröfu upp á rúmlega 400 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×