Innlent

Fundargerðir ASÍ verða ekki birtar

Halldór Grönvold.
Halldór Grönvold. fréttablaðið/GVA
Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir aðspurður að fundargerðir miðstjórnar sambandsins verði ekki birtar opinberlega.

„Þetta var rætt um daginn og niðurstaðan var þessi, að ekki væri rétt að birta þær," segir hann, Halldór Grönvold.

Ástæða þessa sé að fundargerðirnar innihaldi upplýsingar um sjónarmið og stefnumótun gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, sem óheppilegt væri að þau sæju á því stigi málsins.

Hins vegar hafi verið ákveðið að gefa út reglulegt fréttabréf, þar sem væri gerð grein fyrir „því helsta sem kemur út úr fundunum".

Spurður hvort ekki mætti birta sjálfa dagskrá fundanna, segir Halldór að það hafi verið rætt að birta „skemmri útgáfu þar sem kæmu fram niðurstöður um ályktanir og þess háttar. Það var afgreitt, að minnsta kosti á þeim tímapunkti, með því að gefa út fréttabréfið." Dagskrá fundanna sé þó ekkert leyndarmál.

Halldór minnir á að fundargerðir ársfundar ASÍ, æðsta valds sambandsins, séu birtar á vefnum um leið og þær eru tilbúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×