Innlent

Rætt um að loka fyrir alla umferð

Látrabjarg talið of mikið hættusvæði til að halda opnu.
Látrabjarg talið of mikið hættusvæði til að halda opnu.
„Um 20 þúsund manns koma að skoða bjargið á hverju sumri og það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á svona aðstöðu," segir Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hafnar eru umræður um endurbætur á merkingum og aðstöðu ferðafólks við Látrabjarg eftir að ferðamaður hrapaði þar til bana í vikunni.

Ragnar segir málið flókið vegna þess hve margir eigendur eru að landinu, Umhverfisstofnun þar á meðal. Hann bendir á að aðvörunar­skiltum og öðrum varúðarráðstöfunum sé sárlega ábótavant og bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað í málinu. Málið sé hins vegar flókið vegna þess hve eigendur að landinu séu margir.

Þorvaldur Búason, fyrrverandi formaður Félags landeigenda í Bjargtungum, er alveg á móti umferð ferðamanna við Látrabjarg sökum gífurlegrar slysahættu. „Það verður aldrei komið í veg fyrir öll slys," segir Þorvaldur.

„Og ég hef ekki séð neinar tillögur um úrbætur sem breyta því að þau verði."

Síðasta slys sem vitað er um í Látrabjargi varð 17. júní 1926, þegar tveir drengir hröpuðu til bana við eggjatínslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×