Þroskahamlaður drengur braut tönn á löngu útrunnu Tópasi 8. apríl 2010 11:18 Sverrir Bergmann með stráknum í útlöndum. Drengurinn braut tönn þegar hann fékk sér tópas en viðbrögð yfirmanna verslunarinnar komu Sverri talsvert á óvart. „Við keyptum tópaspakkann fyrir þremur dögum síðan," segir verkamaðurinn Sverrir Bergmann Egilsson en hann varð fyrir því óláni að kaupa útrunninn Tópaspakka í versluninni Snælandsvídeo í Setbergi. Í ljós kom að pakkinn rann út í maí á síðasta ári. En það sem verra var, þá fékk tólf ára sonur Sverris sér Tópas áður en þau uppgvötuðu að pakkinn væri útrunninn. „Drengurinn braut þá tönn. Við sáum svo fyrir tilviljun að pakkinn var löngu útrunninn," segir Sverrir en sonur hans er þroskahamlaður og stundar nám í Öskjuhlíðarskóla. Að fara með hann til tannlæknis er talsvert flóknara en þegar heilbrigð börn eiga í hlut að sögn Sverris og tekur sem dæmi að fyrir nokkru hafi sonur hans farið til tannlæknis. Þá þurfti að gera við tvær tennur en það kostaði fjölskylduna 150 þúsund krónur. Dýrasti útgjaldaliðurinn er sá að það þarf að svæfa drenginn en hann er meðal annars flogaveikur. „Þannig við fórum til framleiðandans sem sagði okkur að þeir hefðu selt Tópasið fyrir síðasta söludag. Það væri hinsvegar verslananna að aðgæta hvort vörur væru útrunnar eða ekki," segir Sverrir. Hann fór því í Snælandsvídeo í Setberginu og ræddi þar við yfirmann verslunarinnar. „Hann brást hinn dónalegasti við. Hann reif einfaldlega kjaft," segir Sverrir sem varð sár vegna viðbragðanna en sjálfur segist hann ekki hafa gert þá kröfu sérstaklega að verslunin greiddi tannlæknareikninginn. „Við vildum engar skaðabætur, í mesta lagi hefði verið í lagi að fá einn Tópaspakka í staðinn," segir Sverrir sem biður fólk að athuga vandlega með síðasta söludag á Tópaspökkunum sem þeir kaupa í versluninni. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
„Við keyptum tópaspakkann fyrir þremur dögum síðan," segir verkamaðurinn Sverrir Bergmann Egilsson en hann varð fyrir því óláni að kaupa útrunninn Tópaspakka í versluninni Snælandsvídeo í Setbergi. Í ljós kom að pakkinn rann út í maí á síðasta ári. En það sem verra var, þá fékk tólf ára sonur Sverris sér Tópas áður en þau uppgvötuðu að pakkinn væri útrunninn. „Drengurinn braut þá tönn. Við sáum svo fyrir tilviljun að pakkinn var löngu útrunninn," segir Sverrir en sonur hans er þroskahamlaður og stundar nám í Öskjuhlíðarskóla. Að fara með hann til tannlæknis er talsvert flóknara en þegar heilbrigð börn eiga í hlut að sögn Sverris og tekur sem dæmi að fyrir nokkru hafi sonur hans farið til tannlæknis. Þá þurfti að gera við tvær tennur en það kostaði fjölskylduna 150 þúsund krónur. Dýrasti útgjaldaliðurinn er sá að það þarf að svæfa drenginn en hann er meðal annars flogaveikur. „Þannig við fórum til framleiðandans sem sagði okkur að þeir hefðu selt Tópasið fyrir síðasta söludag. Það væri hinsvegar verslananna að aðgæta hvort vörur væru útrunnar eða ekki," segir Sverrir. Hann fór því í Snælandsvídeo í Setberginu og ræddi þar við yfirmann verslunarinnar. „Hann brást hinn dónalegasti við. Hann reif einfaldlega kjaft," segir Sverrir sem varð sár vegna viðbragðanna en sjálfur segist hann ekki hafa gert þá kröfu sérstaklega að verslunin greiddi tannlæknareikninginn. „Við vildum engar skaðabætur, í mesta lagi hefði verið í lagi að fá einn Tópaspakka í staðinn," segir Sverrir sem biður fólk að athuga vandlega með síðasta söludag á Tópaspökkunum sem þeir kaupa í versluninni.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira