Heimdallur minnir á hvaðan peningarnir koma 9. apríl 2010 10:15 Árni Helgason, formaður Heimdallar. Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun vegna umræðunnar um fjármögnunm golfvallar á sama tíma og borgin glímir við þrönga stöðu. „Atburðir og umræða síðustu daga sýna vel hve hættuleg blanda stjórnmálamenn og opinber útgjöld eru," segir í ályktuninni. „Á tímum niðurskurðar á öllum sviðum í Reykjavíkurborg hefur meirihlutinn í borginni tekið þá ákvörðun að endurfjármagna gamlan kosningavíxil R-listans upp á 230 milljónir í formi stærri golfvallar í stað þess að fresta stækkuninni eins og gert hefur verið með önnur verkefni og framkvæmdir í ljósi þröngrar stöðu borgarinnar." Heimdellingar benda á að á sama tíma og borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík gagnrýna meirihlutann fyrir að efna útgjöldin „sem þeir stofnuðu þó sjálfir til á sínum tíma, boða sömu flokkar milljarða samgönguframkvæmdir á vettvangi ríkisstjórnarinnar." „Þær framkvæmdir eru vitaskuld kostaðar af skattfé heimila og fyrirtækja," segir ennfremur. „Til að fullkomna ósamkvæmnina boðaði einn þingmanna þingmaður Samfylkingarinnar á vef sínum sama dag og umræðan í borgarstjórn fór fram að byggja þyrfti upp gestaaðstöðu og þjónustumiðstöð við skíðasvæðið í Hlíðafjalli "af metnaði" og að horfa ætti til lífeyrissjóðanna í þeim efnum." Að mati Heimdallar er framtakssemi stjórnmálamanna engin takmörk sett, svo lengi sem hún er á kostnað annarra. „Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, minnir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum og á þingi á að peningarnir sem þeir eyða af metnaði eru teknir frá heimilum og fyrirtækjum landsins þar sem róðurinn er víða þungur um þessar mundir. Því væri nær að draga úr eyðslu hins opinbera og skilja meira eftir hjá fólkinu í landinu." Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun vegna umræðunnar um fjármögnunm golfvallar á sama tíma og borgin glímir við þrönga stöðu. „Atburðir og umræða síðustu daga sýna vel hve hættuleg blanda stjórnmálamenn og opinber útgjöld eru," segir í ályktuninni. „Á tímum niðurskurðar á öllum sviðum í Reykjavíkurborg hefur meirihlutinn í borginni tekið þá ákvörðun að endurfjármagna gamlan kosningavíxil R-listans upp á 230 milljónir í formi stærri golfvallar í stað þess að fresta stækkuninni eins og gert hefur verið með önnur verkefni og framkvæmdir í ljósi þröngrar stöðu borgarinnar." Heimdellingar benda á að á sama tíma og borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík gagnrýna meirihlutann fyrir að efna útgjöldin „sem þeir stofnuðu þó sjálfir til á sínum tíma, boða sömu flokkar milljarða samgönguframkvæmdir á vettvangi ríkisstjórnarinnar." „Þær framkvæmdir eru vitaskuld kostaðar af skattfé heimila og fyrirtækja," segir ennfremur. „Til að fullkomna ósamkvæmnina boðaði einn þingmanna þingmaður Samfylkingarinnar á vef sínum sama dag og umræðan í borgarstjórn fór fram að byggja þyrfti upp gestaaðstöðu og þjónustumiðstöð við skíðasvæðið í Hlíðafjalli "af metnaði" og að horfa ætti til lífeyrissjóðanna í þeim efnum." Að mati Heimdallar er framtakssemi stjórnmálamanna engin takmörk sett, svo lengi sem hún er á kostnað annarra. „Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, minnir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum og á þingi á að peningarnir sem þeir eyða af metnaði eru teknir frá heimilum og fyrirtækjum landsins þar sem róðurinn er víða þungur um þessar mundir. Því væri nær að draga úr eyðslu hins opinbera og skilja meira eftir hjá fólkinu í landinu."
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira