Innlent

Leyfislausir ferja fólk að gosstöðvunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldgos á Eyjafjallajökli. Jeppamenn hafa ferjað fólk að gosinu án þess að hafa til þess leyfi.
Eldgos á Eyjafjallajökli. Jeppamenn hafa ferjað fólk að gosinu án þess að hafa til þess leyfi. Mynd Anton Brink.

Nokkur fyrirtæki, sem bjóða ferðafólki í jeppa- eða fjórhjólaferðir að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, hafa ekki tilskilin leyfi til þess. Þá hefur Ríkisskattstjóri fundið matarholu við gosstöðvarnar.

Þetta kom fram þegar fulltrúar lögreglunnar á Hvolsvelli, Vegagerðarinnar og Ríkisskattstjóra könnuðu málið á vettvangi í gær, en þar reyndust um það bil þrjátíu fyrirtæki bjóða þjónustu sína.

Leyfislausum aðilum var bannað að halda áfram rekstri og mun Ríkisskattstjóri kanna mál þeirra frekar, sem skattsvik, og kunna ákærur að koma í kjölfarið.

Vegagerðarmenn tóku einnig sýni úr eldsneyti þó nokkurra fyrirtækja til að athuga hvort litað eldsneyti vær á einhverju þeirra, sem ekki er heimilt, en ekkert misjafnt kom í ljós á þeim vettvangi. Ráðgert er að gera slíkar athuganir af og til, ef gosið dregst á langinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×