Innlent

Framleiðslan að mestu komin á forræði bankanna

Varaþingmaðurinn Sindri Sigurgeirsson  er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Varaþingmaðurinn Sindri Sigurgeirsson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mynd/GVA
„Beint frá banka á betur við en: beint frá bónda, þegar fólk borðar egg og beikon," segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Þar vísar hann til þess að gengdarlaus offjárfesting í kjúklinga-og svínakjötsframleiðslu, með viðeigandi tapi og afskriftum, hafi leitt til þess að þessi framleiðsla sé nú að mestu komin á forræði bankanna.

Þetta kom fram í setningarræðu Sindra Sigurgeirssonar, formanns samtakanna, á aðalfundi þeirra í morgun. Þar rakti hann að á síðasta aldarfjórðungi hafi orðið 27 prósenta samadráttur í framleiðslu á lambakjöti, en 230 prósenta aukning í svínakjöti og 300 prósent aukning í alifuglakjöti. Lambakjötsneysla hafi minnkað umtalsvert þótt kjötneysla í heild hafi aukist úr 66 kílóum á mann á ári fyrir 25 árum upp í 85 kíló á mann núna, eða um 19 kíló á mann.

Sindri bendir á að engin opinber stýring sé á framleiðslu á alifugla- og svínakjöti, eins og öðrum kjötafurðum, þrátt fyrir að stór svínabú hafi farið á hausinn allt upp í þrisavar á einum áratug. Hann hljóti því að spyrja um ábyrgð þeirra lánastofnana sem nú þurfa enn og aftur að afskrifa mikla fjármuni, og hafi jafnframt skaðað aðra kjötframleiðslu í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×