Innlent

Kostnaðarsöm kóbraslanga

Þriggja vikna leit að eiturslöngu í Þýskalandi er lokið. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu en ungur eigandi kóbraslöngu í bænum Muelheim hafði samband við yfirvöld fyrir þremur vikum og viðurkenndi skömmustulega að kóbraslangana hans hefði sloppið úr búrinu sínu.

Nú er slangan fundin en íbúið mannsins er gjörsamlega í rúst. Meindýraeiðar rifu upp parketið og brutu niður milliveggi til þess að finna kvikindið og allir íbúar blokkarinnar þurftu að yfirgefa hana. Að lokum gekk, eða skreið öllu heldur, slangan í gildru sem komið hafði verið fyrir í húsinu.

Yfirvöld eru ánægð með það en eigandi slöngunnar er sennilega ekki jafn ánægður með reikninginn sem hann fær en hann er upp á litlar 100 þúsund evrur, eða um 17 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×