Innlent

Brennuvargar á ferð í borginni

Lögreglan á höfuðborgarvæðinu handtók í nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að eldur var kveiktur í strætisvagnaskýli við Sogaveg upp úr klukkan tvö í nótt, og olli þar nokkrum skemmdum.

Áður hafði verið kveikt í ruslagámi í austurborginni. Mennirnir eru í vörslu lögreglu og verður meðal annars kannað hvort þarna eru brennuvargarnir, sem kveiktu í tveimur ruslagámum og tveimur bílum í borignni í fyrrinótt. Einn manna hefur þegar viðurkennt aðild að íkveikjunni í strætisvagnaskýlinu í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×