Innlent

Undirrituðu samning um aukið framlag í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjóri og menntamálaráðherra með háskólanemum við undirritunina.
Borgarstjóri og menntamálaráðherra með háskólanemum við undirritunina.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um aukið framlag til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Heildarfjárframlag beggja aðila mun nema 120 milljónum á þessu ári, 90 milljónir króna frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og 30 milljónir króna frá Reykjavíkurborg.

Í sameiginlegri tilkynningu segir að með samkomulaginu vilji mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg stuðla að aukinni nýsköpun og atvinnuþátttöku meðal ungs fólks í borginni í sumar. Á síðasta ári sóttu um það bil 800 nemendur um styrk í Nýsköpunarsjóð námsmanna og höfðu sjóðnum aldrei áður borist jafnmargar umsóknir.

Með þessari aukafjárveitingu er ætlunin að ná fram tveimur markmiðum. Að draga úr atvinnuleysi meðal háskólanema og jafnframt skapa nýja þekkingu og tækifæri fyrir atvinnulífið en fjárveitingin gerir sjóðnum kleift að veita allt að 400 stúdentum áhugaverð störf við sjálfstæðar rannsóknir í suma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×