Innlent

Nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn á nokkrum stöðum í Reykjavík í gær. Mynd/ Anton.
Brotist var inn á nokkrum stöðum í Reykjavík í gær. Mynd/ Anton.
Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars var tölvuskjá stolið úr húsi á Seltjarnarnesi og úr í íbúð í vesturbænum hurfu skartgripir, tölva og sparibaukur.

Áfengi var tekið af matsölustað í miðborginni og í Kópavogi var líka óprúttinn aðili á ferðinni en sá stal m.a. geislaspilara úr húsnæði í bænum. Þá var brotist inn í fjóra bíla í Reykjavík en úr einum þeirra var stolið radarvara og GPS-tæki. Einum bíl var stolið í borginni í gær en sá var tekinn ófrjálsri hendi í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×