Innlent

Vísindamenn gengu yfir nýja hraunið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Mynd/Pjetur

Tveir jarðvísindamenn gengu í gær yfir nýju hrauntunguna, sem lokar hinni vinsælu gönguleið um Fimmvörðuháls. Þeir gengu ofan á storknaðri skán með hjálp hitamyndavélar en glóandi kvika sást sumsstaðar undir á eins til tveggja metra dýpi. Engu að síður eru ferðamenn byrjaðir að ganga þarna yfir.

Hópur vísindamanna frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vann í gær að rannsóknum við eldstöðina og fóru tveir úr hópnum, þeir Magnús Tumi Guðmundsson og Björn Oddsson, yfir nýju hrauntunguna, þar sem gönguleiðin vinsæla var áður um Fimmvörðuháls en hraunið lokaði henni á fyrstu dögum eldgossins. Þeir höfðu með sér hitamyndavél til að kanna hversu vel hraunið var storknað en þessi gönguför þeirra þýðir ekki að gönguleiðin sé þar með orðin fær á ný, segir Magnús Tumi.

Hann segir hraunið mjög úfið og erfitt yfirferðar, þeir hafi séð glóð á eins til tveggja metra dýpi. Það sé ávísun á slys ef fólk sé að reyna að ganga yfir hraunið, og telur rétt að leyfa því að kólna. Gönguleiðin muni um síðir opnast á ný. Tveir þýskir piltir urðu reyndar á undan þeim til að fara þarna yfir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×